Steak and Guinness Pie á konudegi

Konudagurinn var á sunnudaginn og því var heldur betur dekrað við eiginkonuna, enda fyrsti alvöru Konudags dagur okkar. Matreiðslan hófst á laugardagskvöldi og stóð fram að kvöldmat á sunnudag. Á meðan sat frúin í sófanum með tærnar upp í loftið! Útkoman var dýrindis Steak and Guinness Pie og með henni drukkum við sérlega gott pinot noir rauðvín.

Bakan var gerð eftir uppskrift Jamie Oliver og má sjá uppskriftina hér. Ekkert var til sparað við gerð bökunnar og því hjólað um allan bæ eftir hráefnum. Ég prófaði því í fyrsta skipti að nota ‘brisket’ sem er ‘spisebryst’ á dönsku. Það var virkilega skemmtilegt hráefni, gróft en mjög bragðmikið og að sjálfsögðu augnlokameyrt eftir rúmlega 4 tíma eldun!

Til að vinna sér inn matarlyst fyrir þessa veislu var farið í sundferð í Ørebrohallen sem er orðin hefðbundin ferð á tveggja vikna fresti – mikið saknaðar maður nú potts númer 4 í Laugardalslauginni…

Annars má sjá hér the pie in the making:

Nautabrjóst

Allt orðið klárt!

Áður en bökunni var lokað

Bakan, grænar baunir og rauðvín

 Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s