Vetur í Kaupmannahöfn

Veturinn kom til Kaupmannahafnar í síðustu viku og um helgina kom svo fyrsti snjórinn. Á sunnudaginn fórum við snemma á fætur, klæddum okkur vel og skelltum okkur í hjólaferð í Øbro-hallen (Østerbro svømmehal) en þar komumst við í heitan pott og góða gufu.

Í kuldanum og snjónum var alveg upplagt að elda eitthvað vetrarlegt, þ.e. eldað í hægum takti. Á leiðinni heim stoppuðum við í Torvehallerne og keyptum þessar fínu svínakinnar sem við hægelduðum í dökku öli (dark ale) í nýja Le Creuset pottinum okkar sem við fengum í brúðkaupsgjöf frá Deloitte. Með svínakinnunum höfðum við hvítlaukskartöflumús eftir hana Julia Child og ferskt salat. Uppskriftin að svínakinnunum var fengin úr bókinni hans Claus Meyers, Almanak, sem er í miklu uppáhaldi þessa stundina. Hráefni í réttin eru: 500 gr. svínakinnar, ½ gulrót (eða ein lítil), ½ laukur, 1 hvítlauksgeiri, 3 greinar ferskt timjan, 1 dl. dökkt öl (dark ale), salt og pipar, 500 ml. kjúklingasoð, 5 gr. smjör og 1 msk. edik.

Kinnarnar eru snyrtar eins og til þarf og síðan brúnaðar í pottinum og grænmetið skorið niður. Grænmetið er síðan sett út í pottinn og brúnað í smá stund. Svo timjan, bjór og salt og pipar og það soðið niður um helming. Loks er soðinu bætt út í og herlegheitin sett í 150 °C heitan ofn og leyft að malla þar í 1 ½ – 2 tíma, eða þar til kinnarnar næstum því detta í sundur! Kinnarnar eru veiddar upp úr soðinu og það sigtað og soðið niður þangað til það er orðið hálf klístrað og síðan smakkað til með smjéri og ediki.

Hér má sjá myndir af þessu öllu saman:

Hráefni

Kinnar, dark ale og grænmeti

Rétturinn tilbúinn!

Kveðjum við í bili með ódauðlegum orðum Juliu Child, Bon appétit!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s