Hamborgarabrauð

Heimagert brauð er best! Ég baka nánast allt brauð sem við borðum sjálf og á yfirleitt alltaf til brauð í frystinum. Um helgina grilluðum við hamborgara, The Seattle, og ég bjó til hamborgarabrauðið sjálf. Uppskriftin að hamborgarabrauðinu er úr brauðbók Claus Meyers en þessi uppskrift verður að 3 stórum (eða 4 litlum) hamborgarabrauðum. Ég nota alltaf ferskt pressuger – brauðið verður stærra og betra ef maður notar ferskt pressuger og svo er það líka til alls staðar hér.

Ferskt pressuger

Látið 1 ¼ dl. volgt vatn og 10 g. ferskt pressuger í skál og hrærið saman. U.þ.b. 20 g. sykur (má minnka ef maður vill ekki hafa brauðið sætt, ég gerði það), 7 g. salt, 230 g. hveiti og 20 g. mjúkt smjör út í og hnoða í 8 min. (það er mikilvægt að hnoða vel til þess að fá góða áferð. Ég nota alltaf hrærivélina því annars er þetta mikil vinna!). Rakt stykki yfir og láta síðan deigið standa á hlýjum stað í u.þ.b. klukkutíma. Hér er allt í lagi að leyfa deiginu að standa lengur.

Deigið - Ég notaði líka heilhveiti en það má sleppa því

Síðan þarf að móta brauðin. Skiptið deiginu í 3 (eða) 4 jafnstóra bita, mótið kúlur og dreifið sesamfræjum á brauðin. Brauðin þurfa standa á hlýjum stað undir röku stykki í sirka 30 min.

Mótuð hamborgarabrauð með sesamfræjum

Eftir 30 min. þarf að þrýsta plötu eða slíku niður á brauðin til þess að fá rétt lag á þau (svo þau verða ekki of há). Brauðin þurfa svo standa í allt að klukkutíma og baka síðan við 220 °C í 12-14 min. – eða þar til brauðin eru tilbúin.

Fín og svakalega góð hamborgarabrauð!

Ein hugrenning um “Hamborgarabrauð

  1. Bakvísun: Landkönnuðurinn – gómsætur hamborgari | Matur og með því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s