Indversk matargerð

Fyrir þónokkru síðan fann annað okkar umfjöllun um mjög spennandi indverska matreiðlsubók, India Cookbook eftir Pushpesh Pant. Þetta er sannkölluð alfræðiorðabók í indverskri matargerð sem fer um öll héruð í Indlandi. 

Við eldum oftast indverskt um helgar því uppskriftirnar eru oft þannig að rétturinn þarf að malla í dágóðan tíma. Á miðvikudaginn í síðustu viku gerðum við okkur þó dagamun og elduðum þennan ljúffenga grænmetisrétt sem við borðuðum með hrísgrjónum og nýbökuðu naanbrauði.

Rétturinn er kallaður Uralaikizhan Sagu eða ‘Potato Curry with Coconut’ og er upprunninn frá Tamil Nadu í Indlandi. Uppskriftin er skipt í nokkur skref og að fenginni reynslu er best að byrja á því að finna öll hráefnin til áður en matreiðslan sjálf hefst.

Fyrst þarf að huga að aðalhráefni réttsins, þ.e. kartöflunum. 7 kartöflur eru afhýddar og soðnar í söltu vatni. Þegar þær eru orðnar mjúkar eru þær kældar og skornar niður í hæfilega stóra bita.

Öll hráefnin

Í indverskri matargerð eru krydd oft hituð í olíu áður en maður bætir við öðrum hráefnum til þess að framkalla brögðin enn betur. Þetta á einnig við í þessum rétti en 6 msk. olíu er hituð og eftirfarandi sett út í: 1 tsk. sinnepsfræ, 1 tsk. cuminfræ, 1 tsk. rauðar linsubaunir (leggja í bleyti í smá tíma fyrst), 1 tsk. grænar linsubaunir (leggja í bleyti í smá tíma fyrst) og 10 karrílauf.

Krydd og olía á pönnunni

Kryddin eru hituð í dágóða stund eða þar til sinnepsfræin byrja að ‘poppa’. 3 saxaðir laukar (það virkar mikið en er það alls ekki!) eru þá settir út í og steiktir þar til þeir eru orðnir vel mjúkir. Á meðan er gott að taka til hráefnin í kryddmaukið: 2 þurrkuð rauð chilli, 1 msk. rauðar linsubaunir (þurrristaðar á pönnu), 1 msk. kóríanderfræ, ½ tsk. fennilfræ og 1 cm. kanilstöng.

Kryddin eru sett í kryddkvörn ásamt smá vatni og möluð þar til verður að mjúku mauki. Geymið maukið.

Krydd í kvörninni

1 saxaður rauður chilli, 1 cm. bútur af engifer, 4 niðurskornir tómatar og ½ tsk. túrmerik er bætt við á pönnuna og látið brúnast í 2 mín. U.þ.b. 1 ½ dl. af vatni er sett út í, lok á pönnuna og látið malla í 5 mín. Kartöflur og kryddmauk er bætt við að lokum ásamt 1 dós af kókósmjólk og látið malla í smá stund (eða þar til linsubaunirnar eru tilbúnar). Ferskt kóríander til skrauts.

Rétturinn tilbúinn!

Rétturinn er ótrúlega bragðgóður, fallega gulur á litinn og áferðin silkimjúk!


3 hugrenningar um “Indversk matargerð

 1. Hey,
  Þetta er frábær síða hjá ykkur og ég hef eldað ýmislegt héðan. 🙂
  Nú hef ég augastað á bókinni sem þið mælið með í þessari færslu, India The Cookbook eftir Pushpesh Pant. Mig langar að vita hvort mælieiningarnar séu þær sem við þekkjum (grömm og lítrar), eða eru þær bandarískar?
  Bestu kveðjur og takk fyri rmig,
  Halla

  • Sæl Halla,

   Gaman að heyra. Bókin er líka alveg frábær! Mælieiningarnar í henni eru grömm og ml. en amerísku mælieiningarnar eru gefnar upp í sviga með. Það þarf aðeins að passa vökvamagnið sem fer í matinn því okkar reynsla er sú að vökvinn sem er gefinn upp í uppskriftunum er yfirleitt of mikill (maður á örugglega að elda matinn á stórri pönnu og þá gufar vökvinn upp).

   Kveðja, Ásta og Pétur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s