30. afmæli og marengstertur

Þriðjudaginn 13. mars héldum við hjónakornin upp á 30. afmæli bóndans! Ég spurði afmælis’barnið’ nokkrum dögum fyrr hvernig köku ég ætti að baka fyrir afmælisdaginn. Svarið kom nokkuð skjótt en bóndinn vildi helst alvöru marengstertu með karamellu – og já, helst með íslenskum súkkulaðirúsínum líka!

Afmælisstrákur nývaknaður og kominn með afmælispakka

Ég skellti því í eina fína marengstertu sem breytust síðan í tvær litlar. Súkkulaðirúsínur eru þó ekki auðfáanlegar hér í Köben – ef þær fást hér yfirhöfuð, en ég keypti Snickers í staðinn og það kom ágætlega út. Uppskriftina hef ég frá henni mömmu og botnarnir hafa tekist ótrúlega vel í hvert skipti!

Í eina tertu af hefðbundinni stærð (s.s. tveir botnar) þarf: 6 eggjahvítur, 300 g. sykur, 1 1/2 tsk. lyftiduft og sirka 3 bollar af kornflexi (mylja smá). Ég minnkaði þessa uppskrift um helming og gerði fjóra litla marengsbotna því við vorum bara tvö.

Íslenski og danski fáninn

Fyrst þarf að stífþeyta eggjahvítur og sykur. Gott ráð er að þrífa skálina sem á að þeyta í að innan með sítrónusafa áður en eggjahvíturnar og sykur fara í skálina. Með sítrónusafanum nær maður að þrífa burt fitu sem gæti mögulega verið í skálinni fyrir og auðveldara er að þeyta eggjahvíturnar.

Þegar eggjahvítur og sykur er orðið að stífum marengs er lyftiduft hrært út í (varlega þó) og svo að lokum kornflex. Bökunarpappír í tvö bökunarform og marengs látinn í formin. Marengsbotnana þarf svo að baka í 60 min. við 125°C (án blásturs). Þegar 60 min. eru liðnar er best að slökkva bara á ofninum og láta marengsbotnana vera áfram í ofninum þar til hann er orðinn kaldur – eða jafnvel yfir nótt.

Karamellan er frekar einföld. 70 gr. smjör, 100 g. púðursykyr, 3/4 dl. rjómi, 1 stk. Snickers (niðurskorið) og vanilludropar eftir smekk í pott og látið malla þar til karamellan er orðin mátulega þykk. Best er að kæla karamelluna aðeins áður en hún fer á tertuna. Á milli botnanna var ég með banana, þeyttan rjóma og niðurskorið Snickers sem ég setti síðan út í rjómann.

Fínar og litlar marengstertur

Afmælisstrákur að blása á kertin

Afmælisstrákurinn var ofboðslega sáttur með marengstertuna enda var hún ansi góð!

2 hugrenningar um “30. afmæli og marengstertur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s