Gorm´s Pizza með kartöflum og geitaosti

Torvehallerne er einn af uppáhalds stöðum okkar hér í Kaupmannahöfn. Það er yfirbyggt markaðstorg sem var opnað hér í Kaupmannahöfn í september á síðasta ári. Þangað förum við oft um helgar, verslum í matinn eða skoðum girnilegan mat – enda er úrvalið ansi skemmtilegt þar: súkkulaðibúðir, bakarí, kjöt og fiski mangara, kaffihús, matsölustaðir og margt annað skemmtilegt.

Í bás G1, H1 fást ofboðslega góðar eldbakaðar pitsur, Gorm’s pitsur. Um daginn fór ég á bókasafnið og fékk þar bókina hans Gorm’s, Pizza, að láni. Við biðum því ekki lengi að gera fyrstu tilraun að Gorm´s pitsum hérna heima! Pitsan Dennis Special varð fyrir valinu en á henni er geitaostur, kartöflur, rósmarín og mozzarella – skemmileg samsetning sem kemur virkilega á óvart (á jákvæðan hátt)!

Það tekur sinn tíma að búa til pitsudeigið en kvöldið áður, eða jafnvel 2 kvöldum áður, þarf að setja í fordeig.  Gorm notar tipo ’00’ hveiti (og ég gerði það líka) en það er svosem hægt að nota hvaða hveiti sem er. Í fordeigið þarf: 1/2 dl. vatn, 3 g ferskt pressuger, smá sykur og ’00’ hveiti þar til deigið er orðið mátulega fast (samt án þess að vera hart eða þurrt). Hrærið hráefnunum saman, deigið í skál og látið standa yfir nótt í ísskápnum.

Tipo '00' hveiti

Í pitsudeigið þarf: ca. 1 dl. vatn, 5 g pressuger, fordeigið, 1/2 tsk. sykur, 150 g. tipo ’00’ hveiti, 65 g gróft durumhveiti (líka kallað semolina), 1/2 tsk. salt og 1/2 msk. ólífuolía.

Hrærið vatn, ger, fordeig og sykur saman. 75 g ’00’ hveiti og 65 g durumhveiti út í deigið og hnoðið í smá stund. Síðan olíu og salti bætt út í og að lokum 75 g ’00’ hveiti (látið smá hveiti út í deigið í einu þar til deigið er mátulega blautt – það á ekki að vera þurrt en heldur ekki of blautt). Nú þarf að hnoða deigið vel, helst í 8 – 10 min. í hrærivél, eða þar til áferðin er slétt og  teygjanleg. Deigið er látið lyfta sér í ísskápnum þar til það hefur tvöfaldast. Best er að leyfa deiginu að lyfta sér í ísskápnum yfir nótt en það er þó ekki nauðsynlegt!

Skiptið pitsudeiginu í tvo jafna hluta og fletjið út eins þunnt og hægt er.

Pitsudeig - Kartöflur

Áleggið á pitsuna er einfalt. 1 stór kartafla skorin í örþunnar sneiðar (geymið sneiðarnar í köldu vatni svo þær verða ekki brúnar), ferskur mozzarellaostur, geitaostur eftir smekk, ferskt rósmarín, salt og pipar.

Geitaostur og rósmarín - Mozzarella

Dreifið kartöflusneiðum jafnt yfir pitsunbotninn. Síðan geitaostur, mozzarella og rósmarín. Smá ólífuolía yfir og inn í 275 °C heitan ofn (eða eins heitur og hægt/skynsamlegt er).

Salt og pipar á pitsuna þegar hún er tilbúin. Klettasalat eftir smekk.

Pitsan tilbúin!

Verði ykkur að góðu!

3 hugrenningar um “Gorm´s Pizza með kartöflum og geitaosti

  1. Já, ég myndi nú segja það! Það þarf bara að skipuleggja þessa máltíð aðeins fram í tímann því deigið þarf að standa. Annars er allt annað ótrúlega einfalt og sjúklega gott!

  2. Bakvísun: Sterk paprikusúpa og pestóbrauð | Matur og með því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s