Páskar í Brussel og Brugge

Í páskafríinum okkar vorum við túristar í Belgíu. Eftir vinnu á miðvikudegi fyrir páska löbbuðum við út á metróstöð og enduðum á Kastrup flugvelli. Nokkrum klukkustundum síðar vorum við lent í Brussel, hungruð í belgískar vöfflur, frönskur, súkkulaði og endalaust af belgískum bjór!

Belgískar frönskur eru dásamlegar. Þær bestu eru steiktar í nautafeiti og bornar fram með majónesi! Við smökkuðum nokkrar:

Listaverk / Vinsæll staður og löng biðröð eftir belgískum frönskum

Við borðuðum stökkar en léttar Brussel vöfflur með flórsykri og heitar Liege vöfflur úr vöffluvögnum:

Brussel vöfflur eru ferkantaðar, stökkar að utan en mjúkar og loftkenndar að innan og eru borðaðar með flórsykri / Liege vöfflur eru úr gerdeigi og eldaðar með sykri sem myndar stökka og sæta húð. Belgar borða þessar vöfflur án meðlætis

Ásta ofurspennt með vöfflu við vöffluvagninn

Túristar við atómið að borða vöfflur

Við heimsóttum bari og drukkum himneska belgíska bjóra:

Moeder Lambic Fontainas

Kriek bjór

Bjór hjá Daisy á 't Brugs Beertje

Stundum fengum við okkur eitthvað með bjórnum:

Við skoðuðum einnig bjórbúðir og blúndur í glugga:

Og skelltum okkur í dagsferð til Brugge:

Ekki má gleyma belgísku súkkulaðinu:

Og svo fengum við sjúklega góðar makkarónur hjá Paul:

Yndisleg ferð og dásamlegur staður – páskarnir voru æði!

3 hugrenningar um “Páskar í Brussel og Brugge

  1. Æðislegar myndir! Ég elska kriek bjóra omm nomm og finnst svo mikil snilld hvað Belgarnir eru alltaf með sér glas undir hvern bjór. Þú drekkur sko ekki Leffe úr Duvel glasi! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s