Rúgbrauðs orkustykki

Við erum afar hrifin af dönsku rúgbrauði, sérstaklega ef það er gróft með mikið af fræjum og kjörnum. Eins og á Íslandi fá Danir sér gjarnan orkustykki milli mála en hér eru svokallaðir „rugbarer“ úr rúgbrauðsdeigi, með hnetum og þurrkuðum ávöxtum mjög vinsælir.

Fyrst þarf að búa til rúgbrauðsdeigið (í rauninni má nota hvaða danska rúgbrauðsdeig sem er): 1 1/2 dl. vatn, 1/2 dl. kærnemælk, 3 gr ferskt pressuger, 3 gr salt, 60 gr rúgkjarnar (leggja í bleyti fyrst), 55 gr hörfræ, 35 gr sólblómafræ eða graskersfræ, 30 gr sesamfræ og 140 gr rúgmjöl. Deigið á að vera eins og þykkur grautur.

Hrærið saman geri, vökva og salti. Svo fræ og rúgmjöl út í og hnoðið í u.þ.b. 10 min.

Út í rúgrauðsdeigið fer: 100 gr þurrkaðir ávextir (ég notaði trönuber, rúsínur og döðlur), 100 gr hesilhnetur (eða hvaða hnetur sem er), 25 g haframjöl og 25 g hunang.

Setjið hráefnin í rúgbrauðsdeigið og hnoðið í smá stund eða þar til deigið er orðið jafnt. Skiptið deiginu jafnt í lítil smurð form (ég notaði lítil bollakökuform en það er hægt að nota hvað sem er) og leyfið að standa í a.m.k. 1 klukkutíma – gjarnan yfir nótt í ísskápnum. Deigið stækkar ekkert á þessum tíma en bragðið verður best ef deigið fær að standa yfir nótt.

Bakið í sirka 20 min. við 180°C, eða þar til rúgbrauðsstykkin eru orðin fallega brún og stökk að utan (fer mjög mikið eftir stærðinni á stykkjunum).

Hollt og gott nesti í fjallgöngu, hjólaferð, skólann eða vinnuna!

3 hugrenningar um “Rúgbrauðs orkustykki

  1. Mömmunni var boðið uppá þessa góðu orkubita í hjólatúrnum í Köben og get sko hiklaust mælt með þeim.
    Kveðja „svigemor“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s