Sterk paprikusúpa og pestóbrauð

Á virkum dögum eldum við oft eitthvað létt og notum mikið af grænmeti. Við höfum því oftast grænmetissúpu einu sinnu í viku því það er svo einfalt og gott – og svo er það líka frekar ódýr máltíð. Í gær eldaði ég til ofboðslega góða paprikusúpu og bakaði pestóbrauð sem passaði mjög vel með súpunni.

Hráefnin í súpuna eru (f. 2): 4 rauðar paprikur (ég notaði „sætar paprikur“ sem eru ekki eins stórar og venjulegar. Það má auðvitað nota hvaða tegund og lit sem er), 1 stór laukur, 3 hvítlauksgeirar, 1 kartafla (skorin í litla bita),  u.þ.b. 1 liter grænmetissoð (grænmetiskraftur og vatn), cayenne pipar, salt og svartur pipar eftir smekk.

Fyrst þarf að grilla paprikurnar í ofni á 200 °C þar til þær voru orðnar vel mjúkar og hýðið orðið vel dökkt. Paprikurnar eru síðan kældar og þá er hægt að taka hýðið af þeim.

Saxið lauk og hvítlauk og steikið í smá olíu þar til laukurinn er orðin vel mjúkur. Hreinsið fræ úr paprikunum og skerið í bita. Setjið út í pottinn ásamt kartöflunni. Kryddið eftir smekk og látið soð út í pottinn. Leyfið súpunni að sjóða þar til kartaflan er orðin mjúk.

Maukið súpuna í matvinnsluvél eða með töfrasprota þar til áferðin er silkimjúk. Berið fram með sýrðum rjóma eða jógúrti.

Í pestóbrauðið bjó ég til pitsudeig (uppskriftin er hér). Setti það þó ekki inn í ísskáp en lét það lyfta sér á hlýjum stað í 2 klukkutíma. Fletjið deigið og smyrjið pestói (t.d. þetta pestó) jafnt yfir flötina (það má einnig setja smá ost). Rúllið upp og leyfið brauðinu að lyfta sér í u.þ.b. klukkustund. Bakið við 230°C í sirka 20 min., eða þar til brauðið hefur tekið fallegan lit.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s