Ítölsk veisla

Sunnudagur var dekurdagur hjá okkur – enda áttum við það svo sannarlega skilið eftir langa og mikla vinnuviku hjá okkur báðum. Við vöknuðum um hálf tíu leytið og hjóluðum í Øbrohallen. Þar slökuðum við á í heita pottinum og gufunni í rúman klukkutíma og hjóluðum svo heim endurnærð og sæl.

Um kvöldið var sönnkölluð ítölsk veisla sem hófst á antipasti. Í aðalrétt var ravíólí með spínat og ricotta fyllingu í ljúffengri tómatsósu en í eftirrétt var panna cotta með karamellusósu. Hér er uppskriftin af ravíólíinu en færsla um ricotta og panna cotta verður birt síðar.

Tómatsósan er lang best ef hún fær að malla lengi og því er best að byrja á henni. Hráefnin í sósuna eru: 1 laukur, 3 hvítlauksgeirar, u.þ.b. 1 kg tómar (líka hægt að nota tómata í dós), 1 msk. tómatpuré, 2 lárviðarlauf,  ferskar kryddjurtir (t.d. basil, timían, oreganó), salt og pipar. Þar að auki notaði ég hálfþurrkaða tómata (uppskriftin er hér) í sósuna, þeir eru svo sætir og bragðmiklir og alveg hreint dásamlegir í sósuna.

Saxið lauk og hvítlauk fínt. Steikið í smá olíu þar til laukurinn er vel mjúkur. Skerið tómatana í litla bita (eða notið tómata úr dós) og látið þá út í pottinn ásamt kryddjurtum og lárviðarlaufum. Látið sjóða í smá stund, bætið þá tómapuré út í (ef notaðir eru hálfþurrkaðir tómatar þá fara þeir í sósuna hér). Leyfið sósunni að malla í dágóðan tíma, salt og pipar eftir smekk (ef sósan er svolítið súr er gott að setja smá sykur í hana. Það er mjög misjafnt hversu sætir tómatar eru).

Við gerðum okkar eigið pasta en það er rosalega einfalt og margfalt betra en keypt pasta! Uppskriftin er einföld; 180 gr. pastahveiti og 2 egg. Hnoðið, látið plastfilmu utan um deigið og geymið í ísskáp í um klukkutíma.

Hráefnin í fyllinguna eru: 1  1/2 bolli ricotta, 1 poki ferskt spínat, múskat, salt og pipar. Látið spínatið í sjóðandi vatn í nokkrar mín. og látið svo í sigti svo allur vökvi leki af því. Setjið spínatið í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Hrærið út í ricotta, kryddið með múskati, salti og pipar.

Fletjið út pastadeigið frekar þunnt, setjið fyllinguna á flötina, penslið kantana með vatni eða eggi og lokið. Hér ræður fólk sjálft hvað koddarnir eru stórir, okkar koddar eru almennt frekar stórir, eða um það bil 2-3 munnbitar. Skerið síðan í sundur og passið að allir endar séu lokaðir, súrt að fá þessa góðu fyllingu bara út í pastavatnið.  Sjóðið í stórum potti í söltu vatni þar til tilbúið (tekur sirka 3-4 mínútur).

Tómatsósa á ravíóliið og rifinn parmesanostur!

Með þessu drukkum við mjög fínt rauðvín sem við fengum í brúðkaupsgjöf.

Frábært kvöld með ljúffengum mat!

3 hugrenningar um “Ítölsk veisla

  1. Bakvísun: Ravíólí með ostafyllingu og brenndu smjöri | Matur og með því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s