Grillað lambakjöt og blaut súkkulaðikaka

Sumarið er svo sannarlega að koma til Kaupmannahafnar og sem sönnum Íslendingum ákváðum við að taka því fagnandi með grilluðu íslensku lambi.

Uppskriftin er ekki flókin en löngu orðin klassísk á okkar heimili. Úrbeinað læri er snyrt og skorið í mátulega stóra bita. Síðan er það sett í kryddlög sem samanstendur af Bezt á lambið og Caj P (kryddsósu). Með þessu grilluðum við síðan sveppi og papriku og höfðum bakaðar franskar kartöflur.

Þar sem það er ekki hægt að kaupa Argentínu grillsósurnar hér í búð (ótrúlegt en satt) þá var brugðið á ráð að stela og stílfæra aðeins. Sósan samanstóð af eftirfarandi: Sýrður rjómi, dijon sinnep, graslaukur, salt, hunang og smá sítrónusafi.

Allt í allt einföld matreiðsla en með jafn góðu hráefni og íslensku lambi þarf hreinlega ekkert meira til.

Í eftirrétt var boðið upp á syndsamlega súkkulaðiköku og vanilluís.

Í súkkulaðiköku fyrir 2 þarf: 65 g 70% súkkulaði, 43 g smjör í bitum, 20 g. hveiti, 7 g kartöflumjöl, 7 g kakóduft, 43 g sykur (sett í matvinnsluvél í smá stund) og 1 egg.

Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði. Hrærið sykur og egg út í súkkulaðiblönduna, síðan hveiti, kakódufti og kartöflumjöli. Látið í smurð form og geymið í ísskáp í a.m.k. 30 min. – helst lengur!

Bakið við 200 °C í u.þ.b. 10 min. (fer samt mjög mikið eftir stærð á forminu en það er mikilvægt að baka kökuna ekki of mikið!!).

Namm!

3 hugrenningar um “Grillað lambakjöt og blaut súkkulaðikaka

  1. Bakvísun: Grillaður lambahryggvöðvi | Matur og með því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s