Panna cotta

Panna cotta er fallegur og ljúffengur ítalskur eftirréttur. Dásamlega einfaldur og í rauninni bara vanillubúðingur með sósu! Við erum búin að prófa þrjár mismunandi tegundir af sósu, allar ofboðslega góðar og fljótlegar.

Til þess að búa til panna cotta fyrir 3 þarf: 2 1/2 dl. rjómi, 1/2 dl. mjólk, 50 gr sykur, 1/2 vanillustöng, smá rifinn sítrónubörk og 2 blöð matarlím.

Panna cotta með ástaraldini

Mýkið matarlímið í köldu vatni í smá stund. Hitið rjóma, mjólk, sykur, vanillu og sítrónubörk þar til sykurinn leysist upp og rjómablandan er orðin heit. Matarlím út í og hrærið vel. Skiptið rjómablöndunni jafnt í 3 form og kælið þar til blandan hefur stífnað (tekur nokkra klukkutíma).

Það eru til ýmsar sósur fyrir panna cotta. Berjasósur eru mjög algengar en við erum búin að prófa eina berjasósu, sósu úr ástaraldini og eina karamellusósu. Uppistaða ávaxtasósanna er í rauninni bara ávextirnir og sykur eftir smekk. Í ástaraldinsósuna er gott að setja eplasafa með til þess að bæta við vökva. Ef sósan er of þunn má þykkja hana með smá maizenamjöli.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s