Aspas, radísur og fljótandi eggjarauða

Á föstudaginn fórum við Dröfn í stelpuferð út að borða á Spiseri & enotek í Nýhöfn 14. Maturinn var virkilega góður en forrétturinn var þó alveg einstaklega fallegur og ljúffengur og kom skemmtilega á óvart!

Ég ákvað því að gera tilraun að réttinum hérna heima þar sem ég var ný búin að kaupa nýjar danskar radísur og hef lengi verið að leita að ástæðu til þess að kaupa ferskan aspas sem fæst nú í öllum búðum hér í Kaupmannahöfn.

Uppskriftin er sérlega einföld og eiginlega bara upptalning af hráefnum. Hráefnin í pasta með aspas, radísum og fljótandi eggjarauð eru: Pasta (ég bjó til pasta en það má líka alveg nota keypt/þurrkað), ferskur aspas, ferskar radísur, parmesanostur, egg, olífuolía og truffluolía, salt og pipar.

Byrjið á því að skera niður apasinn frekar gróft og radísurnar í tvennt.Sjóðið pasta í söltuðu vatni. Hitið olíu á pönnu og steikið aspas og radísur í smá stund (á að vera aðeins stökkt undir tönn). Látið pasta út á pönnuna og blandið því við grænmetið á pönnunni. Salt og pipar eftir smekk. Flögur af parmesanosti yfir og smá af truffluolíu. Hleypt egg (e. poached egg) ofan á pastaréttinn og smá pipar yfir.

Ótrúlega skemmtileg og sumarleg samsetning!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s