Calzone með skinku og sveppum

Sumarið er svo sannarlega komið til Kaupmannahafnar og undanfarnir dagar hafa verið u.þ.b. 25°C og sól. Grasið á Íslandsbryggju er fullt af fólki í sólbaði og alls staðar má sjá fáklætt fólk með svalandi drykki eða ís. Í kvöld elduðum við Calzone (innbökuð pitsa) með skinku og sveppum sem var frábær kvöldverður eftir alltof heitan vinnudag.

Fyrst þarf að búa til pitsudeig en í Calzone fyrir 2 þarf: 5 g. ferkt pressuger, 1 tsk. sykur, 1 msk. ólífuolía, u.þ.b. 1 1/2 dl vatn, 200 g. tipo 00 hveiti og 50 g. gróft durum hveiti (líka hægt að nota venjulegt hveiti og durum hveiti  (eða semolina) á móti).

Setjið vatn, ger, sykur og salt í skál og hrærið saman. Hveiti út í ásamt ólífuolíu og hnoðið þar til deigið er teygjanlegt og slétt. Rakt stykki yfir og látið lyfta sér í a.m.k. klukkustund á hlýjum stað.

Í fyllinguna notaðuðum við: pitsusósu, sveppi, hvítlauk, skinku, ferkan mozzarella, basilíku, oreganó, salt og pipar – allt eftir smekk.

Skerið sveppi í þunnar sneiðar, saxið hvítlauk og steikjið í smá smjöri þar til sveppirnir eru fallega brúnir. Þannig verða þeir ekki of blautir í fyllingunni. Skerið skinkuna í bita. Skiptið deiginu í tvo jafn stóra hluta og fletjið deigið hæfilega þunnt. Smyrjið pitsusósu á deigið, dreifið sveppum og skinku jafnt yfir. Tætið mozzarella yfir, kryddið með basilíku, oreganó, salti og pipar eftir smekk.

Leggið helminginn af deiginu yfir fyllinguna og lokið þannig pitsunni. Brettið upp kantinn svo fyllinginn leki ekki út. Bakið í 220 °C ofni þar til liturinn á deiginu er fallega gylltur.

Mmmmmmmmmmm……….

Ein hugrenning um “Calzone með skinku og sveppum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s