Hvítur aspas með sinneps- og trufflukremi

Maímánuður er mánuður aspasins og í síðustu viku fór að fást danskur hvítur aspas. Ég hef aldrei áður eldað ferkan hvítan aspas og man heldur ekki eftir því að hafa borðað hann þannig. Um síðustu helgi fórum við hins vegar út að borða á Madklubben með góðum gestum frá Íslandi og þar var þessi fíni hvítur aspas í forrétt! Ég bjó síðan til mína útgáfu af réttinum hérna heima sem tókst ansi vel.

Sinneps- og trufflekremið er í rauninni bara majónes með truffluolíu, sýrðum rjóma og dijon sinnepi. Hráefnin í kremið eru: 1 eggjarauða, 1/2 tsk. salt, 1/2 tsk. pipar, 1 1/2 dl. olía, 1 msk. hvítvínsedik, 1 msk. truffluolía (má sleppa ef maður fær hana ekki en hún gefur samt mjög gott bragð), 50 g. sýrður rjómi og u.þ.b. 1/2 tsk. dijon sinnep.

Látið eggjarauðu, salt og pipar í skál og þeytið í smá stund þar til eggjarauðan fer að þykkna. Hellið olíu í mjórri bunu, hægt og rólega, út í eggjarauðuna og þeytið vel á meðan. Þeytið þar til hræran fer að þykkna. Hrærið þá edik og truffluolíu út í, sýrður rjómi og dijon sinnep út í að lokum.

Skrælið aspasinn (5 cm frá toppinum og alveg niður). Sjóðið í vatni með 1 tsk. salti, 1/2 tsk. sykur og smá smjöri þar til aspasinn er mátulega mjúkur.

Setjið sinneps- og trufflukrem á disk, raðið aspasinum ofan á kremið. Smá pipar og steinselja yfir að lokum.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s