Humarpasta og tiramisu

Í síðustu viku kláraði Ásta rannsóknarverkefnið sitt og því bar að fagna. Lausnin var Alfreðs humarpasta (e. lobbster alfredo) og tiramisu í eftirrétt.

Kvöldið áður hófst undirbúningur en þá gerði Pétur frumraun sína í tiramisugerð. Á meðan sat eiginkonan sveitt á lokametrum ritgerðarsmíðar.

Aðalrétturinn var humarpasta. Fyrst þarf að hnoða í pastadeig. Það er verulega einfalt; eitt stórt egg á móti 100gr hveiti hnoðað saman og síðan leyft að standa í kæli í u.þ.b. klukkutíma. Aðal matreiðslan felst í því að undirbúa humarinn og sósuna sem hann er eldaður í en þökk sé mægðunum Ástu og Siggu áttum við íslenskan humar í fyrstinum sem við notuðum í réttinn.

Á móti pasta úr 200 gr. af hveiti fer: 1 1/2 dl af humarkjöti skorið í bita, 60gr smjör, 2 tsk saxaður hvítlaukur, 2 1/2 dl af rjóma, 1 1/2 dl af rifnum parmesan, 3 tsk graslaukur skorinn smátt.

Bræðið smjörið og steikið humarinn á heitri pönnu, lækkið svo í miðlungs hita og bætið hvítlauk og rjóma út í og leyfið að malla í smá stund. Loks er ostinum og graslauk bætt út í. Um leið og osturinn er bráðnaður er sósan tilbúin. Bætið þá pasta (soðið) út í. Með þessu var borið fram einfalt salat, bleytt í olíu og balsamik ediki.

Verði ykkur að góðu!

4 hugrenningar um “Humarpasta og tiramisu

 1. Mikið lítur þetta vel út hjá ykkur! Ein spurning! Hvernig gekk að búa til Tíramísúið og hvernig er uppskriftin? Kveðja forvitna manneskjan sem hefur alltaf langað til að búa til sitt eigið Tíramisu en aldrei gert það…

  • Takk fyrir það Gunna, þetta smakkaðist meira að segja líka vel 🙂
   Þetta tókst ótrúlega vel hjá mér miðað við fyrstu tilraun og þá staðreynd að eftirréttir eru Ástu sterkari hlið en ekki mín. Uppskriftina fékk ég frá mömmu

   3 Egg
   3 msk Sykur
   250 gr Mascarpone ostur
   75 gr Súkkulaði spænir
   12 stk Lady fingers
   Einn bolli sterkt Kaffi

   Gums:
   Rauður og sykur þeytt saman, síðan ostinum bætt í (leyfa honum að standa á eldhúsborði áður og jafvel að hræra létt upp). Næst er stífþeyttum eggjahvítum bætt út.

   Lady fingers:
   Lagðir í fat og kaffi helt yfir, fínt að gera áður en byrjað er á gumsi.

   Samsetning, einfalt lag af fingrum næst lag af gumsi og síðan spænir. Þetta svo endurtekið þar til allt er komið í formið. (ég náði tvem lögum í okkar formi)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s