Bastard í Malmö

Við skelltum okkur til Malmö síðust helgi og vorum þar túristar í heilan dag. Það var einstaklega afslappandi og notalegt og eftir heilmikið labb um bæinn fengum við okkur kvöldverð á veitingastaðnum Bastard.

Staðurinn er mátulega hrár með hvítum flísum á veggjunum og opið eldhús sem maður sér beint inn í. Þjónustan er hlý og heimilisleg þar sem þjóninn sestist hjá okkur við borðið þegar hann tók niður pöntunina.

Við pöntuðum okkar einn forrétt sem við borðuðum saman. Grillað brauð með ferskum geitaosti, hvítlauks- og ólífumauki varð fyrir valinu og var virkilega gott!

Í aðalrétt fengum við Linderödssvín með bökuðum gulrótum, súrsætum lauk, spínati og pólentu.

Hinn aðalrétturinn var franskur maískjúklingur og blóðmör með hvítum baunum og chillí. Ég verð að viðurkenna að þegar ég las orðið „blóðmör“ með maískjúklingnum þá var ég ekki alveg viss. Rétturinn kom hins vegar ótrúlega skemmtilega á óvart og blóðmörinn var það besta á disknum! Mig langar enn í annan skammt af blóðmörnum….

Þegar við vorum búin með aðalréttina vorum við orðin ansi södd. Við ákváðum þó samt að panta okkur einn eftirrétt sem við borðuðum saman í rólegheitum. Eftirrétturinn var Eton Mess og var sérlega ljúffengur!

Eftir þennan glæsilega kvöldverð röltum við aftur að lestarstöðunni og tókum lest til Kaupmannahafnar – alsæl og sátt með daginn í Malmö!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s