Illgresi með Spiseklubben

Við vorum heppin að eignast 2 miða á matarkvöld í Spiseklubben #3 hjá NACL þar sem þemað var illgresi.

Atburðurinn var haldinn á Odd Fellow Palæ og fljótlega eftir komu var okkur boðið freyðivínsglas og vísað til borðs.

Kaldir lystaukar: Kartafla með ostrukremi, grafinn økolax í Baldursbrá með brenninetlumajó og Aspas & hyldeblomstedik. 

Heitir lystaukar: Kræklingur með spydmælde og hélunjóla, Brenninetlusúpu með rækjubrauði, Jurtakróketta 2012 (lavender, svín og sólber).

Forrétturinn var hvítur aspas frá Søren Wiuff með kanínusalati og myrkli.

Síðan varð pása áður en aðalrétturinn var borinn fram. Í aðalrétt var nauta ribeye með grænu salati og 3 tegundir af sauce.

Eftir aðalréttinn fengum við ost frá Høgelundgaard, myntuhunang og maltkrökkbrauð.

Þegar eftirrétturinn kom varð þögn í salnum. Rétturinn var hápunktur kvöldsins: Anganmörðuís, skyrmousse, „mold“ og sósa úr karamellu, timian og snaps – þvílík samsetning!

Eftir þessa veislu var síðan bíðið upp á súkkulaðikarmellu með sjávarsalti og jurtate.

Að því loknu gengum sæl og södd út og hjóluðum heim.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s