Rabarbaramulningur

Ég elska rabarbara og verð alltaf jafn spennt þegar sumarið hefst og það er hægt að taka upp fyrsta rabarbarann. Á Íslandi hef ég greiðan aðgang að ferskum rabarbara í garðinum hjá fjölskyldunni. Ég hef þá skorið hann niður og fryst og notað hann yfir veturinn. Í Kaupmannahöfn verð ég að kaupa hann úti í búð því rabarbara verð ég að fá!

Hér er uppskrift að rabarbara með möndlumulningi sem ég gerði fyrir okkur skötuhjúin í eftirrétt eitt kvöldið.

Rabarbarafylling: Ca. 700 gr. rabarbari, 70 gr. sykur (eða eftir smekk – það er misjafnt hversu súr rabarbarinn er), 1 vanillustöng og evt. smá vatn.

Skerið rabarbarann í bita. Látið hráefnin í pott og sjóðið þar til rabarbarinn er orðin mjúkur.

Mulningur: 100 gr. hveiti, 50 gr. haframjöl, 50 gr. möndlur, 150 gr. smjör (mjúkt), 150 gr. púðursykur og korn úr vanillustöng.

Setjið möndlur í matvinnsluvél og hakkið vel. Látið púðursykur, haframjöl og hveiti út í og hakkið í 2 sek. Hrærið síðan smjöri og vanillu út í.

Hellið fyllingunni í smurt form og mulningur ofan á. Bakið í ca. 25 min. (eða þar til mulningurinn er orðinn fallegur á litinn) við 200 °C og berið fram með góðum vanilluís.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s