Taílenskur kjúklingur í Massaman karrí

Kristín og Steinar fóru til Taílands í fyrra og fóru þá meðal annars á námskeið í taílenskri matargerð. Þegar þau komu heim gáfu þau mér hefti með taílenskum uppskriftum en það hefur verið notað töluvert á þessu heimili síðan!

Hér er uppskrift að kjúklingi í Massaman karrí með kartöflum, lauki og hnetum. Rétturinn getur verið frekar sterkur en er ofboðslega bragðgóður!

Fyrst þarf að búa til kryddblönduna/karríið: 1/4 tsk. kóríanderfræ, 1/4 tsk. cuminfræ, 1 1/4 tsk. svört piparkorn, 1/4 tsk. negull, 1/2 þurrkaður chillí (fjarlægja fræin), 1/4 msk. sítrónugras (saxað), 1/4 msk. engiferrót (söxuð), 1/4 msk. hvítlaukur (saxaður), 1 shallot laukur (saxaður) og 1/4 tsk. salt.

Látið hráefnin í kryddkvörn eða mortél og maukið vel.

Hráefni í réttinn eru: 300 gr. kjúklingabringur skornar í bita, 1 dós kókósmjólk (ath. EKKI hrista áður en dósin er opnuð!!), 200 gr. kartöflur, 1 stór laukur skorinn í bita, 2 msk. jarðhnetum (má líka nota kasjúhnetur), 5 heilar karimommur, 2 kanilstangir (5 cm. á lengd), 3 lárviðarlauf, 1 msk. fiskisósa, 2 tsk. sykur og 3 msk. tamarindsafi (tamarindmauk og vatn).

Kryddblanda / Tamarind

Skrælið og skerið kartöflurnar í bita og sjóðið þar til þær eru mjúkar. Takið efsta lagið af kókósmjólkinni (sem er alveg hvítt og þykkt – eiginlega eins og rjómi) með skeið og látið í skál til hliðar. Hellið restinni af kókósmjólkinni í pott og látið suðu koma upp. Látið kjúklinginn út í kókósmjólkina og látið malla í smá stund. Hitið kókósrjómann (efsta lagið af kókósmjólkinni sem þið settuð til hliðar) og látið síðan út í kókósmjólkina og kjúklinginn ásamt kryddblöndunni, kardimommum, lárviðarlaufi, kanilstöngum, jarðhnetum og lauknum. Fiskisósa, sykur og tamarindsafi út í og leyfið þessu að malla þar til kjúklingurinn er eldaður.

Berið fram með hrísgrjónum og einföldu salati.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s