Pista Kulfi – Indverskur ís með pistasíuhnetum

Eftir eina indversku máltíðina um daginn ákváðum við að prófa indverskan eftirrétt og Pista Kulfi varð fyrir valinu. Pista Kulfi er indverskur ís með pistasíuhnetum og er borinn fram mjög frosinn. Við vorum mjög sátt með ísinn enda er hann ótrúlega freskur og fulkominn endir á indverskri veislu!

Hráefnin í ís fyrir 4: 500 ml. mjólk. 50 gr. sykur, 2 msk. pistasíuhnetur (ósaltaðar og malaðar), 70 gr. rjómi, 1/2 msk. rósavatn (má sleppa) og 1/4 tsk. kardimommur (duft).

Hitið mjólkina að suðu og leyfið að malla í ca. 25 min. Þetta er gert til þess að ná fram sætuna í mjólkinni. Hellið sykur út í mjólkina og hrærið vel. Hitið við lágan hita þar til mjólkin fer að þykkna örlítið. Látið pistasíuhnetur út í mjólkina og leyfið að kólna.

Þeytið rjómann aðeins (léttþeyttur) og hrærið út í mjólkina. Síðan rósavatn (ef það er notað) og kardimommum. Hellið ísnum í form og látið í frost.

Berið fram á meðan ísinn er enn mjög frosinn!

Ein hugrenning um “Pista Kulfi – Indverskur ís með pistasíuhnetum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s