Indverskt dahl

Við erum komin úr sumarfríi og þá er eins gott að birta nýja færslu!

Eftir sukk og nammiát í sumarfríinu er gott að elda sér einn léttan og góðan grænmetisrétt til þess að koma mataræðinu aftur í lag. Hér er indverskur baunaréttur með kókosmjöli sem er síðan borðaður með naanbrauði og evt. hrísgrjónum.

Í dahl fyrir 2 þarf: 1 lárviðarlauf, 1 kanilstöng (u.þ.b. 2,5 cm), 2 grænar kardimommur, 3 negulnaglar, 1 þurrkaður chillí (fræ fjarlægð), 1/2 tsk. cuminfræ, 125 g. linsubaunir (ég notaði rauðar og svartar en það er hægt að nota hvaða tegund sem er), 1/2 tsk. túrmerik, 1 1/2 tsk sykur, 1/2 msk. ghee (hitað smjör þar sem mjólkin í smjörinu er fjarlægð – þá þolir smjörið hærri hita án þess að brenna), 1 dl. kókósmjöl, 1 dl. kókosmjólk, 25 gr. rúsínur, 1/2 tsk. chillí duft, 1/2 tsk. cumin og salt eftir smekk.

Byrjið á því að leggja linsubaunirnar í bleyti í ca. klukkustund. Hitið lárviðarlauf, kanilstöng, kardimommur, negulnagla, cuminfræ og chillí á pönnu í 2 min. eða þar til kryddin eru orðin örlítið brún. Látið í kryddkvörn eða mortél og malið vel.

Látið 400 ml. vatn í pott og hitið að suðu. Hellið vökvanum af linsubaununum og sjóðið þær í pottinum í 30 min. eða þar til þær eru orðnar mjúkar. Fjarlægið froðuna sem myndast við suðuna. Hrærið síðan kókósmjólk, túrmerik, sykur og salt eftir smekk út í linsubaunirnar.

Hitið ghee á pönnu og steikið kókósmjölið þar til það er orðið ljósbrúnt. Bætið út í linsubaunirnar ásamt rúsínunum. Lok á pottinn og látið malla í 5 min.

Malaða kryddblandan (lárviðarlauf, kanilstöng, kardimommur, negull, chillí og cuminfræ) út í að lokum og hrærið vel. Berið fram með naanbrauði og evt. hrísgrjónum.

Verði ykkur að góðu!

2 hugrenningar um “Indverskt dahl

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s