Beikonvafin svínalund með plómuchutneyi

Nýtt blað af „Verði þér að góðu“ kom í hús um daginn. Í blaðinu er mikið fjallað um ávexti og grænmeti árstíðarinnar en núna er tíminn fyrir steinaldin hér í DK og því völdum við eitt kvöldið að elda bæði aðal- og eftirrétt með plómum.

Aðalrétturinn:

Aðalrétturinn var beikonvafin svínalund. Hér er um mjög einfalda matreiðslu að ræða en fyrst er svínalundin himnu-hreinsuð og sett í fat. Síðan er hún smurð með kryddjurtablöndu og loks vafinn í panchettu (panchetta er ítalskt óreykt beikon sem er mjög þunnt skorið). Kryddjurtablandan samanstendur af: 2 tsk ólífu olíu, 1 msk skorinn ferskt rósmarín og 2 tsk herbes de Provence (blanda af ítölskum grænkryddum). Síðan er svínalundin vafin með sláturgarni þannig að beikonið haldist á sínum stað.

Grillið svínalundina fyrstu 8 mín á háum hita og færið síðan yfir á lægri hita og leyfið henni að klára sig þannig u.þ.b. 15 mín eða þanngað til hún er kominn í 61°C í kjarnhita. Svo þarf að leyfa svínalundinni að standa vel, allveg 10 mín áður en hún er skorinn í þunnar sniðar (munið samt að taka spottan af áður)

Chutney
 • 4 plómur
 • 1 msk ólífu olía
 • 1 shallotlaukur, sneiddur á lengdina
 • 1 dl púðursykur
 • 1/2 dl epla edik
 • 1/2 dl vatn
 • 1 msk saxaðu hvítlaukur
 • 1 msk sinnepsfræ
 • 2 tsk rifinn engifer
 • 1/2 tsk malaður svartur pipar
 • 1 lárviðarlauf
 • salt eftir smekk

Aðferð: Afhýðið(*) plómurnar og skerið í 1 cm sneiðar. Setjið olíu í 3l pott og hitið á miðlungs hita. Mýkið laukinn í pottinum en það tekur um sirka 2 mín. Setjið síðan öll hráfni nema plómur út í og eldið í aðrar 2 mín. Því næst er plómum bætt út í og lok sett yfir pottinn og þessu leyft að krauma í 8 mín. Hrærið öðru hvoru. Takið lokið af og haldið áfram að elda á sama hita í 20-25 mín þar til plómur eru orðnar mjúkar og sósan orðin þykk.

Með svínalundinni og chutneyinu bárum við fram grillað grænmeti.

(*) Til að afhýða plómur og önnur steinaldin er eftirfarandi aðferð mjög góð. Skerið 2 cm djúpan kross í botninn á ávextinum og látið í sjóðandi vatn í tæpa mínútu. Færið síðan strax í kalt vatn og þá á skinnið að fara auðveldlega af.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s