Brómber

Í Amager Fælled vaxa stórir og flottir brómberjarunnar sem hafa blómstrað fallega í sumar og eru núna fullir af stórum og svörtum brómberjum. Um helgina fórum við að tína ber og eftir einungis 30 mínútna tínslu vorum við komin með 1 kg. af brómberjum! Úr brómberjunum gerðum við m.a. gómsætt brómberjahlaup og brómberjaleður (e. blackberry fruit leather).

Brómberjahlaup
  • 1 kg brómber
  • 750 gr. sykur
  • Pektín fyrir hlaup

Berin eru skoluð og sett í pott ásamt smá vatni. Sjóðið þar til berin eru sprungin og látið renna í gegnum sigti. Safinn er settur aftur í pott, pektín út í og hitað að suðu. Sykur út í pottinn og látið malla í u.þ.b. 20 min. Vökvanum er hellt í sótthreinsaðar krukkur og lokaðar vel.

Í vetur horfðum við á Pam Corbin búa til svokallað „ávaxtaleður“ í þáttunum River Cottageog urðum að prófa aðferðina sjálf. Brómberjaleðrið er í rauninni ávaxtamauk sem er þurrkað mjög hægt svo úr því verður einhvers konar leður.

Brómberjaleður
  • 450 gr. brómber
  • 450 gr. epli
  • safi úr sítrónu
  • u.þ.b. 7 msk. hunang

Hitið ofninn í 60°C. Skolið berin, afhýðið eplin og skerið í bita. Látið ber, epli og sítrónusafa í pott og sjóðið í 20 min. eða þar til berin eru sprungin og eplin mjúk. Látið renna í gegnum sigti og þrýstið vel með súpuausu. Hrærið hunangi út í berjamaukið og hellið jafnt á 2 bökunarplötur með bökunarpappír. Sjáið til þess að berjamaukið sé jafnt þykkt alls staðar og þurrkið í ofninum í 12-18 klukkustundir eða þar til auðvelt er að taka brómberjaleðrið af plötunni.

Brómberjaleðrið geymist vel upprúllað í bökunarpappír á þurrum stað. Gott og öðruvísi nammi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s