Kanelsnurrer frá Lom

Í sumarfríinu fundum við flottasta og besta bakarí sem við höfum á ævinni séð. Bakaríið er staðsett í Lom (Noregur), heitir einfaldlega Bakeriet i Lom og eigandinn er Morten Schakenda – kokkurinn sem ákvað að verða bakari. Í fyrstu heimsókninni keyptum við okkur kanilsnurrer, nýbakaðir kanilsnúðar sem voru snúnir í „snúninga“ frekar en rúllur og voru enn heitir þegar við keyptum þá. Í seinni heimsókninni keyptum við bókina Om brød og tilfeldigheter fra Bakariet i Lom og fengum þar með uppskriftina að þessum gómsætum kanilsnúðum.

Kanelsnurrer (8 stk.)
 • 500 gr. hveiti
 • 250 ml. mjólk
 • 75 gr. sykur
 • 7,5 gr. salt
 • 7,5 gr. kardimommur (þetta virðist vera mikið en er samt alls ekki yfirþyrmandi)
 • 1 lítið egg
 • 25 gr. ferskt pressuger
 • 75 gr. smjör í bitum

Hveiti, sykur, salt, ger, kardimommur, egg og mjólk í skál og hnoðið í u.þ.b. 15 mín, eða þar til deigið sleppir skálinni og loðir allt saman. Látið nú smjörið út í og hnoðið í aðrar 15 mín. Plastfilma yfir skálina og leyfið að lyfta sér í 1 1/2 klukkustund.

Fylling
 • 70 gr. mjúkt smjör
 • 70 gr. sykur
 • 1 msk. kanill

Fletjið deigið út svo það verði u.þ.b. 20 cm x 50 cm. á stærð. Dreifið smjöri jafnt yfir, svo sykur og kanil. Brjótið 1/3 af deiginu upp að miðju og brjótið síðan restina af deiginu ofan á það svo lögin séu núna 3. Fletjið nú deigið út svo það verði u.þ.b. 15 cm x 50-60 cm á stærð. Skerið í 8 jafnstórar lengjur og búið til snúninga.

Látið kanilsnúðana á bökunarplötu með bökunarpappír. Plastfilma yfir og leyfið að lyfta sér í u.þ.b. klukkustund. Penslið með eggi og stráið sykur yfir kanilsnúðana. Bakið í u.þ.b. 20 mín. 175°C.

Mmmmmmmm………

Ein hugrenning um “Kanelsnurrer frá Lom

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s