Súrdeig og snittubrauð

Brauð er stór hluti af okkar hversdaglegu mataræði og við reynum að eiga alltaf til heimabakað brauð. Súrdeigsbrauð er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við höfum verið að gera ýmsar tilraunir í notkun súrdeigs við brauðgerð. Það var þó ekki fyrr en við eignuðumst bók Claus Meyers, Meyers Bageri, að það opnaðist nýr heimur brauðgerðar með súrdeigi.

Það eru til margar gerðir af súrdeigi en súrdeigið sem við notum er þunnt (nánast eins og vatn) og það þarf tiltölulega lítið að passa það.

Súrdeig
 • 3 1/2 dl. vatn
 • 75 gr. hveiti
 • 35 gr. heilhveit
 • 35 gr. rúgmjöl

Blandið hráefnum mjög vel saman í krukku. Látið standa í u.þ.b. viku áður en þið byrjið að nota súrdeigið og hrærið í því 1-2 sinnum á dag. Þegar notaður er 1 dl. af súrdeiginu þarf að bæta u.þ.b. 2/3 dl. vatni, 1 1/2 msk. hveiti, 2 tsk. rúgmjöli og 2 tsk. heilhveiti út í krukkuna með súrdeiginu til þess að halda lífi í því. Súrdeigið getur staðið í allt að viku án þess að nokkuð annað sé gert við það en að hræra í því.

Í vikunni bökuðum við ótrúlega velheppnuð súrdeigssnittubrauð og hér er uppskriftin:

Snittubrauð 2 stk.
 • 2 1/4 dl. vatn
 • 1 dl. súrdeig
 • 10 gr. salt
 • 5 gr. ferskt pressuger
 • 450 gr. hveiti

Vatn, ger og súrdeig í skál og hrærið vel. Síðan salt og hveiti og hnoðið þar til deigið er orðið teygjanlegt og sleppir skálinni. Einnig er hægt að gera svokallaða „glútenprufu“ til þess að vera viss um að deigið sé nógu vel hnoðað. Ef deigið er hnoðað rétt er hægt teygja deigið svo hægt sé að horfa í gegnum það án þess að deigið slitni (sjá mynd).

Plastfilma eða rakt stykki yfir deigið og látið lyfta sér í 2 tíma.

Skiptið deiginu í 2 jafnstóra hluta og fletið deigið út með höndunum. 1/3 af deiginu er brotið upp að miðju og síðan er 1/3 lagður ofan á þannig að lögin verði 3. Mótið nú snittubrauð með því að rúlla deiginu í höndunum svo það verði þétt og jafnt.

Látið á bökunarplötu með bökunarpappír og látið lyfta sér þar til stærðin á óbökuðu snittubrauðunum hefur tvöfaldast (tekur 1-2 tíma).

Hitið ofninn í u.þ.b. 230°C og látið eina tóma bökunarplötu neðst í ofninn. Skerið rendur í snittubrauðin og látið inn í ofn. Hellið einu glasi af vatni í tómu bökunarplötuna til þess að ná upp raka í ofninum og bakið í u.þ.b. 20 min. eða þar til brauðin eru fallega gyllt á litinn.

Ótrúlega bragðgóð snittubrauð með stökkri skorpu. Svooooooooo gott!

13 hugrenningar um “Súrdeig og snittubrauð

 1. Flott brauð bakarameistari, Ásta Kristín.:-)
  Ég hef haldið mig við morgunbrauðið þiit síðan að ég byrjaði á því og ótrúlegt en satt bara búin að breyta smá ..:-) set núna helmingi minni ferskan ger en á móti 1 msk að dúrd. í staðinn. Síðan smá tröllahafra, smá fimmkornablöndu, heilhveiti og hveiti. Kemur bara vel út og hentar þetta okkur gömlu hjónunum afar vel.
  kk
  tengdó

 2. Takk fyrir það! Æðislegt að heyra með morgunbrauðið. Ég hef einmitt sjálf prófað að breyta smá til og sett maltmjöl til þess að fá dökkt og sætt bragð en hef ekki enn prófað að nota súrdeigið – það verður örugglega prófað næst 🙂

  Kv. Ásta Kristín

  • Já, þau voru ótrúlega góð! Við borðuðum bara annað þeirra um kvöldið en næsta dag skellti ég hinu bara smá stund inn í ofninn og þá var það eins og nýtt 🙂

   Kv. Ásta Kristín

 3. Ég játa að í kvöld er ég búin að lesa allar færslurnar á þessu girnilega bloggi! Frábær síða sem veitir mér mikinn innblástur.
  Kv.
  Klara hans Hauks í Deloitte:)

  • Sæll Ragnar,

   Takk fyrir það!
   Ég læt súrdeigið standa við stofuhita (u.þ.b. 21-22°C hjá okkur) og það hefur virkað mjög vel. Ef ég ætla ekki að nota súrdeigið yfir lengri tíma get ég geymt það í ísskápnum en þá þarf að henda 1/2 af súrdeiginu og láta hveiti og vatn út í áður en það er notað – s.s. fríska það aðeins upp aftur.

 4. Sæll aftur Pétur og Ásta!
  Gaman að hitta þig á flugvellinum Pétur! Alltaf gaman að hitta ástríðukokka!

  Er að fara af stað með súrdeigið á morgun – eftir ykkar ráðleggingum. Hef legið yfir heimildum og ein spurning stendur eftir.

  Þegar þið látið súrdeigið standa eftir að það hefur verið blandað – látið þið lok eða plast yfir eða hafið þið krukkuna opna til að safna geri?

  mbk,
  Ragnar

  • Sæll Ragnar,
   Súrdeigið þarf að fá smá súrefni því annars myndast mygla mjög fljótt (það hefur alveg gerst hjá mér). Bananaflugur sækjast þó svolítið í súrdeigið ef það er ekki lok á því og þá endar maður með súrdeig fullt af litlum dauðum flugum… Persónulega finnst mér best að hafa lok á súrdeiginu og hef ég þá sett lokið skakkt á krukkuna (s.s. ekki loka alveg heldur bara leggja lokið á krukkuna með smá rifu) eða gert lítil göt í lokið til þess að súrdeigið fái súrefni.

   Gangi þér vel 🙂

 5. Bakvísun: Dásamlegt súrdeigsbrauð | Matur og með því

 6. Bakvísun: Samlokubrauð með stökkri skorpu | Matur og með því

 7. Bakvísun: Súrdeigspizza | Kruðerí og kjánabangsar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s