Grilluð Svínarif

Fyrir ekki svo löngu síðan fórum við okkar fyrstu heimsókn á Jægerborgsgötu en í þeirri götu er heill hellingur af skemmtilegum búðum og matsölustöðum. Ein af búðunum er kjötverslun sem bóndi hér á Sjálandi er með. Búðin er bara opin 3 daga í viku en þar selur bóndinn svínakjöt frá eigin býli og kjúkling, nauta- og kálfakjöt frá nærliggjandi bæjum. Við keyptum alveg ótrúlega flott „baby back“ svínaríf og notuðum eina alveg skothelda aðferð til að gera súper djúsí rif.

Matreiðslan er í tveimum stigum þar sem rifin er fyrst bökuð og síðan grilluð. Best er að láta dag líða á milli því þá nær bragðið að þroskast betur. Einnig er auðveldara að grilla rifin þegar maður leyfir þeim að kólna fyrst – að öðrum kosti er hætta á að þau detti bara í sundur á grillinu þar sem þau eru einfaldlega það djúsí!

Svínarif

Dagur 1

Byrjum á að setja kryddblöndu yfir rifin (eftirfarandi hlutföll miðað við 1,5kg af svínarifjum)

  • 1 msk. salt
  • 1/2 msk. sinnepsduft
  • 1/2 msk. paprika
  • 1/4 tsk. cayenne pipar
  • 1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar

Hverju rifi er pakkað í álpappír og síðan bökuð við 180°c í ofni í 2 klukkustundir. Rifin eru þá u.þ.b. við það að detta í sundur! Nú þarf að opna hvern álpappírspakka með rifi og hella soðinu sem rifið liggur í í bolla (Þetta er vonandi 1 1/2 dl af soði). Geymið soðið! Rifin eru aftur pökkuð í álpappír og sett í kæli.

Dagur 2

Fyrst er undirbúa BBQ sósuna. Hitið soðið frá því í gær í litlum potti og látið 1 1/2 dl. af uppáhalds BBQ sósunni þinni út í. 2/3 af sósunni er notuð til þess að pensla rifin en 1/3 af henni er borin fram með rifjunum eftir grillun (geymið því 1/3 af sósunni).

Rifin eru grilluð á miðlungs heitu grilli, pensluð með sósunni, lítið í einu. Snúið þeim reglulega þar sem þau brenna auðveldlega út af sósunni. Það tekur u.þ.b. 10 min. að hita rifin alveg í gegn.

Rifin eru nú tilbúin og borin fram með 1/3 af sósunni og góðu meðlæti, t.d. maís og ferskt salat.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s