Mjúkar saltkringlur

Það er október og haustið er komið til Kaupmannahafnar. Það er búið að vera ansi blautt enda hefur rignt flesta daga undanfarið. Við erum þess vegna búin að vera mikið heima og höfum þá fundið okkur eitthvað skemmtilegt að gera inni á meðan mestu rigningunni stendur á. Síðustu helgi bakaði ég þessar dásamlegu saltkringur sem við borðuðum sennipart dags og drukkum góðan hveitibjór með. Saltkringlurnar eru klárlega uppáhalds bjórsnakkið!

Uppskriftin er með fordeigi sem þarf að búa til kvöldið áður og saltkringlurnar eru bæði soðnar og bakaðar.

Mjúkar saltkringlur (10 stk.):

Fordeig:
 • 50 gr. hveiti
 • 1/2 dl. vatn
 • u.þ.b. 1 gr. ferskt pressuger

Hrærið saman í skál og leyfið að standa við stofuhita yfir nótt.

Deig:
 • fordeig
 • 115 ml. vatn
 • 150 ml. mjólk
 • 10 gr. ferskt pressuger
 • 450 gr. hveiti
 • 10 gr. salt
 • 5 gr. sykur
 • 15 gr. mjúkt smjör

Fordeig, vatn, mjólk og ger í skál og hrærið vel saman. Salt, sykur, hveiti og smjör út í og hnoðið í u.þ.b. 10 min., eða þar til deigið er slétt og fallegt. Leyfið að lyfta sér í 30 min.

Síðan þarf að móta saltkringlurnar. Skiptið deiginu í 10 jafnstóra hluta. Rúllið hvern hluta í mjóa lengju og mótið síðan kringlu. Raðið kringlunum á plötu með bökunarpappír (eða disk með bökunarpappír ef platan passar ekki inn í ísskáp) og látið inn í ísskáp í 30 min. Þetta er gert til þess að kæla deigið svo það sé auðveldara að sjóða þær áður en þær eru bakaðar í ofni.

Blandið 1/2 dl. af matarsóda út í 1 liter af vatni og náið upp suðu. Sjóðið hverja kringlu í 30 sek. og raðið þeim á bökunarplötu með bökunarpappír. Penslið með eggi og stráið grófu salti yfir. Bakið við 225°C í 15-20 min., eða þar til kringlurnar eru orðnar fallega dökkar á litinn.

Njótið með góðum bjór!

Ein hugrenning um “Mjúkar saltkringlur

 1. Bakvísun: Copenhagen Beer Celebration 2013 | Matur og með því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s