Graskerssúpa og hvítlauks- og ostaslaufur

Í vikunni keyptum við hokkaido grasker og elduðum þessa ljúffengu graskerssúpu á köldum haustdegi. Við höfum ekki eldað mikið úr graskerum enda eru grasker kannski ekki eins algeng á Íslandi og í öðrum löndum. En nú er hins vegar kjörið tækifæri fyrir okkur að prófa sig áfram því allar búðir eru fullar af alls konar litríkum og skrautlegum graskerum!

Graskerssúpa (fyrir 4-5 manns)
 • Hokkaido grasker (eða önnur tegund), u.þ.b. 1 kg á þyngd
 • 4 hvítlauksgeirar (með hýði)
 • 1 laukur
 • 1 1/2 l. kjúklingasoð
 • 1 dl. matreiðslurjómi eða mjólk
 • 100 gr. rjómaostur
 • 2 msk. brúnn muscovado sykur (eða púðursykur)
 • 1 rauður chilí
 • 2 tsk. karrí
 • 1/2 tsk. kóríander
 • salt eftir smekk

Skerið graskerið í sundur og notið skeið til þess að ná fræjum út. Skerið graskerið í litla bita – athugið að það er mjög hart og því er nauðsynlegt að nota góðan og stóran hníf í verkið. Látið á bökunarplötu með bökunarpappír ásamt hvítlauksgeirum (með hýði!) og hellið örlítið af olíu yfir. Bakið við 190°C. Takið hvítlauksgeirana út eftir 15-20 min. og geymið, en graskerið þarf u.þ.b. 50 min. í ofninum. Tíminn fer auðvitað eftir stærð á graskersbitunum en þeir eiga vera vel mjúkir og jafnvel smá brúnir að ofan.

Saxið lauk og chilí og steikið á pönnu í smá olíu þar til laukurinn er orðinn örlítið mjúkur. Karrí og kóríander út í og steikið í smá stund. Látið nú hvítlaukinn (án hýði), rjómaostinn, matreiðslurjómann, kjúklingasoðið, sykur, salt og graskersbitana út í og leyfið þessu að malla í 15 min.
Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél þar til áferðin er silkimjúk. Ótrulega bragðgóð og seðjandi súpa!

Ofan á súpuna stráði ég ristuðum graskersfræjum sem ég tók úr graskerinu í byrjun, þreif og ristaði síðan í dágóðan tíma á þurri pönnu.

Hvítlauks- og ostaslaufur
 •  220 gr. hveiti (hægt að nota heilhveiti líka)
 • 1 tsk salt.
 • 5 gr. ferskt pressuger
 • 160 ml. vatn
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 25 gr. smjör
 • 100 gr. rifinn ostur

Vatn og ger í skál og hrærið vel. Salt og hveiti út í hnoðið þar til deigið er slétt og fínt. Leyfið deiginu að lyfta sér á hlýjum stað í 30 min. eða lengur. (Þessa uppskrift nota ég líka þegar ég bý til einfalda og fljótlega heimatilbúna pitsu!) Fletjið deigið hæfilega þunnt. Saxið hvítlauksgeirann og látið í pott ásamt smjöri. Bræðið smjörið og smyrjið jafnt á helminginn af deiginu. Ostur yfir og leggið helminginn af deiginu yfir svo lögin séu nú 2 (sjá mynd). Skerið í 8 lengjur, snúið upp á þær slaufurnar og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír. Leyfið slaufunum að lyfta sér í u.þ.b. 30 min.


Bakið við 220°C  í u.þ.b. 15 min, eða þar til fallegur litur er kominn á slaufurnar og osturinn bráðnaður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s