Grillaður lambahryggvöðvi

Fátt er nokkuð betra en íslenska lambakjötið.

Veðrið núna síðustu daga er búið að vera alveg frábært og til að fagna því þá ákváðum við að grilla okkur íslenskt lambakjöt sem við áttum í frystinum. Kjötið var síðan borið fram með syndsamlega góðum kartöflum, sinneps- og graslaukssósu og einföldu salati.

Kjötið

Fyrst er að vinna lambakjötið. Fitulagið ofan á kjötinu er um það bil besti parturinn þegar það er rétt eldað, þ.e. þegar hún er orðin að stökkri purru. Til þess að fá hana þannig þarf að fjarlægja efstu himnuna af fitunni (þar liggur lopabragðið sem fer í svo marga). Skerið síðan teninga í fituna (eða eitthvað annað form sem ykkur girnist). Passið að mynstrið sé þétt skorið og ekki sé skorið niður í kjötið.

Næst þarf að krydda kjötið. Við höfðum þetta einfalt og notuðum ferskar kryddjurtir úr kryddjurtagarðinum okkar og smá pipar. Kryddjurtirnar voru rósmarín, timjan, graslauk, steinselju og örlítið af myntu, en það má auðvitað nota hvaða kryddjurtir sem er. Hellið smá olíu yfir kjötið og nýmalaður pipar yfir. Saxið kryddjurtirnar gróft og stráið þeim síðan yfir kjötið. Leyfið kjötinu að standa a.m.k. 1 klukkustund en best er að gera þetta kvöldið áður og leyfa kjötinu að standa yfir nótt.

Grillið lambakjötið á heitu grilli – meirihluta tímans á fitunni. Eldunartíminn fer auðvitað eftir hitastigi grillsins og stærð kjötsins en við grilluðum okkar í 8 min. og leyfðum því síðan að jafna sig í 10 min. áður en það var skorið.

Með kjötinu höfðum við Önnu kartöflur (Pommes Anna), þunnskornar kartöflur bakaðar í ljúffengu kryddsmjöri, og heimagerða sinneps- og graslaukssósu (uppskriftin er hér). Uppskriftin að Önnu kartöflunum verður birt síðar.

Sönn íslensk veisla!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s