Kjúklingur í indverskri kryddsósu

Helgina áður en við fórum til Íslands reyndum við að tæma duglega úr frystinum til þess að búa til pláss fyrir íslenska lambakjötið og fiskinn sem við ætluðum að koma með heim úr ferðinni. Í frystinum áttum við nokkur kjúklingalæri því við kaupum yfirleitt heilan kjúkling og úrbeinum hann sjálf. Það sem við notum ekki strax fer í plastpoka og fryst – einnig bein sem við sjóðum okkur eigið kjúklingasoð úr! Úr kjúklingalærunum gerðum við þennan dásamlega og bragðsterka indverska rétt en hér er uppskriftin:

Kjúklingabitar í indverskri kryddsósu:

 • 60 ml olía
 • 1 laukur, skorinn þunnt.
 • 1 tsk. hvítlaukur (sett í matvinnsluvél/töfrasprota og búið til mauk)
 • 1 tsk. engiferrót (sett í matvinnsluvél/töfrasprota og búið til mauk)
 • 500 gr. kjúklingur með beinu (við notuðum kjúklingalæri)
 • 60 ml. sítrónusafi
 • salt eftir smekk

Cuminfræ // Birkifræ

Kóríanderfræ // Túrmerík

Fenugreekfræ // Svört piparkorn

Kryddmauk:
 • 2-3 þurrkaðir chillí (heilir)
 • 1/2 msk. kóríander
 • 1 tsk. cuminfræ
 • 1 tsk. fenugreekfræ
 • 5 svört piparkorn
 • 1 1/2 tsk. birkifræ
 • 20 gr. kókósmjöl
 • 1/2 tsk. túrmerík
 • 1/4 tsk. kardimommur
 • 1/4 tsk. negull
 • 1/4 tsk. kanill

Fyrst þarf að búa til kryddmaukið. Leggið chillí í bleyti heitu vatni í 10 min. og hellið síðan vatninu frá. Ristið chillí, kókósmjöl, cuminfræ, fenugreekfræ, piparkorn og birkifræ á þurri pönnu þar til þau fara að taka smá lit (ekki brenna!!). Ristið síðan kóríander, túrmerík, kardimommur, negul og kanil alveg eins og passið að hræra vel í kryddunum á meðan. Látið allt í matvinnsluvél/kryddkvörn og búið til mauk (látið smá vatn út í ef nauðsynlegt).
Geymið kryddmaukið.


Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er orðinn gylltur á litinn. Látið engifer- og hvítlauksmauk út í ásamt kryddmauki og steikið í 1-2 min. Kjúklingabitar út í og saltið örlítið. Hrærið vel, látið 1/2 – 1 dl. af vatni út í og leyfið þessu að malla á vægum hita í u.þ.b. 25 min., eða þar til kjúklingabitarnir eru tilbúnir. Sítrónusafi út í réttinn, hrærið vel og berið fram með hrísgjrónum og naanbrauði.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s