Eton Mess

Í sumar fórum við í lestarferð til Malmö og borðuðum kvöldverð á veitingastaðnum Bastard. Þar borðuðum við Eton Mess í fyrsta skipti og vorum svona líka hrifin af réttinum að við ákváðum að gera hann sjálf hérna heima.

Eton Mess er eftiréttur með jarðarberum, rjóma og marengs. Rétturinn á sennilega best við á sumrin þegar hægt er að fá fersk innlend ber því þá eru berin svo sæt og bragðgóð að maður þarf lítið annað sætt með.

Nóvember er ekki besti tíminn fyrir fersk ber en okkur tókst samt sem áður að finna lítil falleg dönsk jarðarber sem við notuðum. Berin voru þó frekar bragðlaus þannig að við gerðum jarðarberjasíróp til þess að bæta við sætu jarðarberjabragði við réttinn.

Eton mess (f. 4)

Marengs
  • 3 eggjahvítur
  • 150 g sykur
  • 3/4 tsk lyftiduft

Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Hrærið lyftiduft varlega út í og látið á bökunarplötu með bökunarpappír. Bakið við 125 °C í 60 min., slökkvið þá á ofninum en leyfið marengsbotninum að kólna inni í ofni.

Jarðarberjasíróp
  • 100 g frosin jarðarber
  • 50 g sykur

Sjóðið jarðarber og sykur í þar til jarðarberin eru að mestu leyti horfin. Látið safann renna í gegnum sigti og sjóðið síðan niður þar til sírópið er orðið mátulega þykkt.

Samsetning
  • 250 ml rjómi
  • góður vanilluís
  • fersk jarðarber

Þeytið rjómann og hreinsið jarðarberin. Hrærið varlega saman marengs, rjóma og jarðarberum og dreifið helmingnum jafnt í 4 skálar/diska. Látið eina ískúlu á hvern skammt og dreifið síðan afgangnum af marengs- og rjómablöndunni jafnt ofan á ískúlurnar. Skreytið með jarðarberjasírópi og nokkrum ferskum jarðarberum.

Þetta er sko algjört nammi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s