Frönsk lauksúpa

Um daginn fórum við í verslunarferð í Bilka og keyptum m.a. 5 kg af lauk því hann var á mjög fínu verði! Þess vegna höfum við verið dugleg að elda rétti með lauk og eitt kvöldið gerðum við þessa dásamlegu frönsku lauksúpu eftir Juliu Child.

Lauksúpa (f. 4)
 • u.þ.b. 350 g laukur, skorinn í þunnar sneiðar
 • 1 1/2 msk smjör
 • 1/2 msk olía
 • 1/2 tsk salt
 • 1/8 tsk sykur (svo laukurinn verði fallega brúnn)
 • 1 1/2 msk hveiti
 • 1 liter nautasoð
 • 1/2 dl hvítvín (má sleppa)
 • u.þ.b. 1 msk koníak (má sleppa)

Steikið lauk í smjöri og olíu á lágum hita með loki í u.þ.b. 15 min. Takið þá lokið af, hækkið hitann og hrærið salti og sykur út í. Steikið laukinn í 30 – 40 min., eða þar til hann er orðinn fallega brúnn og vel mjúkur. Passið að hræra ekki alltof mikið í lauknum á meðan því þá verður hann að mauki.

Hrærið hveiti út í og eldið áfram í 3 min. svo hveitibragðið hverfi. Látið nú nautasoð, hvítvín og salt út í og leyfið þessu að malla í 30 – 40 min. Koníak út í súpuna og hrærið vel.

Ostabrauð
 • Gott brauð, skorið í brauðsneiðar
 • Rifinn ostur eftir smekk

Ristið brauðsneiðarnar í ofni á 200 °C þar til þær eru orðnar vel dökkar á litinn (ekki brenna samt!). Það er mikilvægt að brauðið sé vel ristað því annars verður það strax mjúkt þegar það fer í súpuna. Látið rifinn ost yfir og bakið þar til osturinn er bráðnaður og fallega gylltur. Ausið súpu í skál og ostabrauð ofan á.

Bon appetit!

Ein hugrenning um “Frönsk lauksúpa

 1. Bakvísun: Laukbaka með geitaosti | Matur og með því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s