Pylsubrauð

Í einni verslunarferðinni okkar um daginn keyptum við mjög girnilegar pylsur. Við ákváðum því að hafa pylsur í kvöldmatinn og prófuðum að gera okkar eigið pylsubrauð með. Það tókst ansi vel og var frekar einfalt!

Pylsubrauð (8-10 stk.)
  • 1 1/4 dl vatn
  • 1/2 egg
  • 25 g ferskt pressuger
  • 1 tsk sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 50 g smjör
  • 300 g hveiti

Látið vatn og ger í skál og hrærið vel. Sykur, salt, smjör og hveit út í og hnoðið þar til deigið er orðið slétt og teygjanlegt. Látið plastfilmu eða rakt stykki yfir og leyfið deiginu að lyfta sér í amk. 30 min.

Skiptið deiginu jafnt í 8 hluta og mótið pylsubrauð. Látið á bökunarplötu með bökunarpappír og leyfið að lyfta sér í u.þ.b. 30 min.
Bakið við 200 °C í u.þ.b. 20 min., eða þar til pylsubrauðin eru fallega brún á litinn.

Grilluð pylsa, heimabakað pylsubrauð og gott meðlæti!

Ein hugrenning um “Pylsubrauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s