Laukbaka með geitaosti

Eins og kom fram í færslunni okkar um lauksúpuna keyptum við 5 kg af lauk um daginn. Við eigum enn nokkur kíló eftir og því gerðum við þessa gómsætu laukböku með geitaosti sem sló rækilega í gegn!

laukbakaheil

Laukbaka með geitaosti

Botninn:
  • 90 g smjör
  • 1 msk olía
  • 3 msk vatn
  • 1/4 tsk salt
  • 200 g hveiti

Látið smjör, olíu, vatn og salt í eldfast mót. Komið eldföstu mótinu fyrir í 210°C heitum ofni og hitið þar til smjörið er farið að verða örlítið brennt. Passið ykkur vel þegar þið takið eldfasta mótið út úr ofninum því smjörið er MJÖG heitt!

Stráið hveiti yfir smjörblönduna og hrærið vel. Leyfið deiginu að kólna aðeins og setjið það síðan í bökumót. Þrýstið deiginu jafnt í mótið svo botninn verði sléttur og fallegur. Gatið deigið hér og þar með gaffli og bakið síðan í 20 min. við 200°C.

Fylling:
  • 4-5 stórir laukar
  • u.þ.b. 20 g smjör
  • 1 tsk sykur (laukurinn verður fyrr gylltur)
  • 1 msk balsamik edik
  • Geitaostur

Skerið laukana í þunnar sneiðar. Brærið smjör á pönnu og steikið laukinn með sykri á vægum hita þar til laukurinn er orðinn vel mjúkur og gylltur á litinn. Hrærið þá balsamik ediki út í og hitið í 1 min.

Hellið fyllingunni í bökumótið og raðið sneiðum af geitaosti ofan á. Bakið við 200 °C í u.þ.b. 20 min, eða þar til geitaosturinn er bráðnaður og fallega gylltur.

bakaskorin

laukbakasneid

Mmmmmm….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s