Hjemmelavede flødeboller

Danir elska flødeboller og við erum líka orðin ansi hrifin!

Nú er hægt að fá alls konar gúrme útgáfur af þessum gómsætum bollum með léttu og sætu hvítu kremi, botn úr góðu marsípani og úrvals súkkulaði til þess að halda þessu öllu saman.

Við höfum gert nokkrar tilraunir til þess að búa til okkar eigin flødeboller en það hefur verið erfitt að ná réttu áferð á kreminu. Kremið varð fyrst of þunnt og það var erfitt að koma súkkulaðinu á án þess að bræða kremið. Eftir töluverða rannsóknarvinnu komumst við að þeirri niðurstöðu að það þarf að þeyta kremið mjög lengi – sem við prófuðum og áferðin á kreminu varð fullkomin!

kremid

Flødeboller

Botn
  • Odense marsípan (í rúllu)

Skerið marsípanrúlluna í sneiðar og geymið í kæli. Það hægt að bragðbæta marsípanið með t.d. lakkrísdufti. Við gerðum það og vorum mjög sátt.

flødeboller
Kremið
  • 30 g vatn
  • 75 g sykur
  • 80 g glúkósa (glúkósa er vatn og sykur soðið saman)
  • 1/2 vanillustöng (skorin í tvennt og fræ sköfuð úr)
  • 50 g eggjahvítur
  • 1 msk sykur
Súkkulaði
  • Gott súkkulaði – við notuðum dökkt og hvítt
  • Skraut eftir smekk – við notuðum lakkrísduft og hafþyrni í duftformi

Látið vatn, sykur, glúkósu og vanillufræ í pott og sjóðið að 117 °C. Ekki hræra í pottinum á meðan!  Stífþeytið eggjahvíturnar og 1 msk af sykri á meðan sykurmassinn sýður.

Hellið nú sykurmassanum saman við í mjórri bunu og þeytið vel á meðan. Þeytið í 8 min. þegar sykurmassinn er kominn út í – verið þolinmóð því þetta skiptir máli fyrir áferðina á kreminu!! Kremið á að vera þykkt, frekar stíft og loftkennt.

Það er einnig hægt að bragðbæta kremið en við notuðum hafþyrni í duftformi. Ef þið viljið prufa það þá fer bragðið út í eftir að búið er að þeyta kremið alveg.

Látið kremið í sprautupoka og sprautið kreminu á marsípanbotnana. Leyfið kreminu að „þorna“ í a.m.k. klukkustund áður en þið húðið með súkkulaði. Flødeboller geymast vel í ísskápi.

flødebolledokk

flødebollehvit

Nammi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s