Marokkóskur kjúklingur með söltuðum sítrónum og ólífum

Gleðilegt nýtt ár!
Við hjónin skelltum okkur í ferðalag til Marokkó yfir áramótin, byrjuðum í 3 daga fjallgöngu í Atlasfjöllunum og tókum síðan 3 daga í Marrakesh. Við borðuðum endalaust af gómsætum marokkóskum mat og drukkum ansi marga lítra af marokkósku mintutei! Á nýársdag fórum við á marokkóst matreiðslunámskeið þar sem við elduðum þennan dásamlega og frekar einfalda kjúklingarétt. Að námskeiðinu loknu fengum við tvo litla tagine-potta sem við tókum með okkur heim.

eldhusid

tanginaogkrydd

kokkur

Marokkóskur kjúklingur f. 2
 • 400 g kjúklingur í bitum
 • 1/2 söltuð sítróna
 • 1/2 stór rauðlaukur
 • 1 msk fersk steinselja, söxuð
 • 1 msk ferskt kóríander, saxað
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1/2 tsk pipar
 • 1/2 tsk engiferduft
 • 1 stór tsk túrmerík
 • smá saffran
 • 1 msk olía
 • 4 msk vatn
 • Ólífur eftir smekk

Skerið sítrónuna í tvennt og takið „kjötið“ innan úr henni, fjarlægið fræ og himnuna af „kjötinu“. Geymið sítrónubörkinn. Saxið nú „kjötið“ úr sítrónunni og komið því fyrir í potti. Saxið hvítlauk, rauðlauk og kryddjurtir og látið út í pottinn ásamt kryddinu. Hellið vatni og olíu út í og hrærið vel. Komið kjúklingabitum fyrir í pottinum snúið bitunum nokkrum sinnum í vökvanum til að ná að krydda kjúklinginn.

Eldið á háum hita í 10 min með loki og lækkið síðan niður á miðlungshita í 20-30 min, eða þar til kjúklinguinn er eldaður. Snúið kjúklingabitunum einu sinni í vökvanum eftir 10 min og sjáið til þess að það sé nóg vatn í pottinum til þess að sósan brenni ekki við.

tanginur

kjuklingurogsitrona

Skreytið með sítrónuberkinum og ólífum eftir smekk og berið fram með góðu brauði.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s