Bökuð ostakaka

Í tilefni 25 ára afmæli hennar Ástu var skellt í afmælisköku. Afmæliskakan varð að þessu sinni ótrúlega ljúffeng bökuð ostakaka. Best er að gera kökuna nokkrum dögum áður en það á að borða hana því hún verður bara betri þannig!

ostakaka

Bökuð ostakaka

Botninn
 • 50 g smjör, brætt
 • 100 g digestive kex, mulið í matvinnsluvél
 • 1 msk hrásykur

Bræðið smjör og myljið kexið í matvinnluvél. Látið sykur út í, síðan smjör og blandið þessu vel saman. Komið þessu fyrir í smelluformi (24 cm) og þrýstið jafnt svo botninn verði fallega sléttur. Bakið við 180 °C í 10 min. og látið síðan kólna.

Ostafylling
 • 150 g rjómaostur (við stofuhita!!)
 • 125 g hrásykur
 • 1 1/2 msk hveiti
 • smá salt
 • 1 tsk vanilludropar
 • sítrónubörkur af 1/2 sítrónu
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 2 egg
 • 120 ml sýrður rjómi (ég notaði 18%)

Látið rjómaostinn í skál og hrærið þar til áferðin er orðin mjúk og slétt (ég notaði hrærivélina). Það er mikilvægt að hafa rjómaostinn við stofuhita til þess að ná réttri áferð á fyllingunni því annars geta verið kekkir í henni. Látið sykur, hveiti og salt út í rjómaostinn í nokkrum umferðum og hrærið þessu rólega saman (ekki hræra alltof miklu lofti í fyllinguna). Vanilludropar, sítrónubörk og sítrónusafi út í og hrærið vel. Látið síða eitt egg út í í einu og hrærið vel. Að lokum sýrður rjómi út í rjómaostafyllingu og hellið fyllingunni síðan ofan í smelluformið með kexbotninum. Ef loftbólur sjást á yfirborðinu er gott að stinga í þær með hnífsoddi.

Bakið við 200 °C í 10 min., lækkið síðan hitann niður í 110 °C  (með kökuna allan tíman inn í ofninum) og bakið í 25 min. Leyfið ostakökunni að standa í opnum ofni í u.þ.b. 2 klukkutíma, eða þar til hún er orðin mátulega köld (ég tók hana út eftir 30 min. með ofninn opinn og leyfði henni að standa á borðinu að kólna).

Ofan á kökuna
 • 100 ml sýrður rjómi (aftur 18%)
 • 1/2 msk hrásykur
 • 1 tsk sítrónusafi

Hrærið hráefnunum vel saman og sjáið til þess að sykurinn leysist alveg upp. Hellið á kökuna þegar hún er orðin alveg köld og látið hana síðan inn í ísskáp í a.m.k. 8 klukkutíma (gjarnan lengur!).

Losið um kantana á ostakökunni (ef þörf er fyrir) með beittum hníf og náið kökunni síðan úr smelluforminu. Berið fram með ferskum ávöxtum.

ostakakasneid

Ótrúlega fersk, mjúk og dásamleg!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s