Msemmen – Marokkóskar pönnukökur

Í Marokkó borðuðum við ótrúlega góðan mat og þar var margt sem við höfum aldrei áður séð né smakkað! Einn morguninn fengum við ofboðslega ljúffengar pönnukökur, msemmen, sem voru reyndar frekar eins og flatbrauð í mörgum örþunnum lögum, borið fram með bræddu hunangi og smjöri. Um kvöldið keyptum við okkur eins pönnuköku en með kryddaðri laukfyllingu og þá var ekki aftur snúið – við urðum að komast að því hvernig þessar marokkósku pönnukökur eru gerðar!

Eftir Marokkó ferðina okkar fjárfestum við í matreiðslubók eftir Paula Wolfert – nýju bókina hennar The Food of Morocco. Í bókinni fundum við uppskrift að msemmen og prófuðum hana um síðustu helgi. Með pönnukökunum bræddum við hunang og smjör í litlum potti og borðuðum með pönnukökunum því þannig borða Marokkóbúar msemmen á morgnana.

marokkoskar pönnukökur

Msemmen – Marokkóskar pönnukökur (sirka 8 stykki)
  • 110 g fínmalað semolinahveiti (einnig kallað durum)
  • 100 g hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1/8 tsk þurrger
  • volgt vatn eftir þörfum (u.þ.b. 150 ml)

Þar að auki:

  • olía til þess að móta deigið
  • 3 msk brætt smjör til steikingar
  • gróft semolinahveiti (durum)

Látið hveiti, salt og ger í skál og blandið þessu vel saman. Hellið vatni eftir þörfum og hnoðið deigið þar til það er orðið mjúkt og teygjanlegt. Leyfið deiginu að hvíla í 10 min.

Skiptið deiginu í 8 jafna hluta og þekið það með smá olíu (best er að gera þetta í höndunum). Fletjið nú hverja kúlu af deigi með höndunum – hér er nauðsynlegt að hafa smá olíu á höndunum til þess að deigið verði fallega slétt og jafnt. Stráið grófu semolinahveiti yfir deigið en semolinahveitið gerir það að verkum að það verða mörg örþunn lög í pönnukökunni. Brjótið síðan deiginu saman svo úr því verður ferkantaður koddi (sjá mynd).

deigogadferd

deigtilbuid

pönnukakantilbuin

Fletjið deigið út með höndunum og steikjið síðan á pönnu með örlítið af bræddu smjöri. Bræðið hunang og smjör og berið fram með pönnukökunum.

marokkoskarpönnukökur

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s