Aloo Gosht – Indverskt lamb með kartöflum

Þegar við vorum seinast á Íslandi keyptum við okkur lambalæri, enda er fátt nokkuð betra en íslenskt lambakjöt. Lærið var vel stórt og því úrbeinuðum við það og skiptum í 4 parta. Við áttum smá eftir í frystinum sem við elduðum indverskan lambakjötsrétt með kartöflum úr. Rétturinn var ofboðslega bragðgóður og sósan æðisleg!

Indverskt lamb með kartöflum
 • 400 g lambakjöt, skorið í bita
 • 1 tsk kóríanderduft
 • 1 tsk cuminduft
 • 1 tsk chillí
 • 1/2 tsk garam masala
 • 60 ml ghee („hreinsað“ smjör)
 • 1 lárviðarlauf
 • 1/2 tsk cuminfræ
 • 3 stórar kartöflur, skornar í 4 bita
 • 1 stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar
 • 1/2 kanilstöng
 • 2 negulnaglar
 • fræ úr einni svartri kardimommu
 • 2 grænar kardimommur
 • smá mace (hýði af múskathnetu – sjá mynd)
 • 1 cm ferskt engifer, saxað
 • 1 msk hvítlaukur, saxaður
 • 125 g tómatar, saxaðir
 • salt eftir smekk

Látið kóríanderduft, cuminduft, chillí og garam masala í skál og bleytið kryddin með smá vatni svo úr verður þykkt mauk. Geymið maukið.

larvidarlaufogcumin

Hitið ghee á pönnu. Látið lárviðarlauf og cuminfræ út í og hitið í u.þ.b. 1 min, eða þar til fræin fara að ilma. Látið kartöflur út í og steikið í 15-20 min, eða þar til kartöflurnar eru orðnar gylltar og fallegar. Takið kartöflurnar af pönnunni og látið renna af þeim á eldhúspappír.

kardimommurogmuskat

Svört kardimommufræ // Mace

kartofluroglaukur

Komið lauknum fyrir á pönnunni og steikið í 5 min, eða þar til laukurinn er orðin vel gylltur. Látið kanilstöng, negulnagla, kardimommufræ, kardimommur og mace út í og steikið í 2 min. Látið síðan kryddmaukið út í, síðan 1 msk af vatni, engifer og hvítlauk. Hrærið vel. Lambakjötið á pönnuna og steikið kjötið í 5 min. Tómatar út í og steikið áfram í 5 min.

lambakjot

Hellið 250 ml af vatni út í réttinn, salt eftir smekk, lok á pönnuna og leyfið réttnum að malla í 1 – 1 1/2 klukkutíma, eða þar til kjötið er orðin vel meyrt. Látið þá kartöflubitana út í, hitið vel og þá er rétturinn tilbúinn! Berið fram með hrísgrjónum og naanbrauði.

lambarettur

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s