Rauðrófubollur með sesamfræjum

Í matarkafla Sunnudagsmoggans í dag var stutt viðtal við okkur ásamt því að við gáfum uppskrift af þessum skemmtilegum rauðrófubollum. Hér fylgir uppskriftin ásamt fleiri myndum af rauðrófubollunum.

raudrofubollatilbuin
Rauðrófubollur með sesamfræjum (8-10 stk)
  • 25 g ferskt pressuger
  • 2 1/2 dl volgt vatn
  • 500 g hveiti
  • 1 msk sykur
  • 1 tsk salt
  • 30 g mjúkt smjör
  • 1 stórt egg
  • 75 g sesamfræ
  • 1 stór rauðrófa, rifin

Setjið ger, sykur og volgt vatn í skál og hrærið vel saman. Bætið salti og hveiti út í og hnoðið. Látið smjör út í deigið og hnoðið þar til deigið er mjúkt og teygjanlegt. Leggið rakt stykki yfir skálina og leyfið deiginu að lyfta sér í klukkustund. Búið til holu í miðju deigsins og brjótið eggið í holuna. Hellið sesamfræjum og rauðrófu í holuna og teygið deigið yfir fyllinguna svo úr verði stór deigkúla. Notið hníf eða spaða til þess að skera deigið í marga litla bita og sjáið til þess að blanda egginu, sesamfræjum og rauðrófunni jafnt í deigið. Bitarnir þurfa ekki vera jafnstórir en deigið á að haldast saman eins og hakkabuff.

deigogegg

deigograudrofa

deigkula

raudrofanærmynd

Skiptið deiginu í 8-10 hluta og komið þeim fyrir á bökunarplötu með bökunarpappír. Leyfið deiginu að lyfta sér í 30 mínútur og bakið síðan í 10-15 min við 220°C án blásturs.

raudrofubollurtilbunar

Rauðrófubollurnar eru einstaklega góðar með smjöri og osti.

Það er hægt að nota annað rótargrænmeti í staðinn fyrir rauðrófurnar, til dæmis gulrætur eða rófur. Einnig er lítið mál að nota aðra tegund af fræjum í uppskriftina, til dæmis sólblómafræ eða graskersfræ.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s