Ravíólí með ostafyllingu og brenndu smjöri

Þegar við eldum ítalskt verslum við flest öll hráefnin í mjög skemmtilegri ítalskri búð hérna í Köben. Starfsmenn búðarinnar eru flestir Ítalar og það er heilmikil stemning að koma þangað inn. Um daginn fór Ásta ein í ítölsku búðina til þess að kaupa nokkra osta sem við hjónin ætluðum að gæða okkur á eitt kvöldið og kom heim með 2 osta; einn mjúkan og bragðmildan og síðan truffluost. Truffluosturinn var mjög góður en frekar bragðmikill sem gerði það að verkum að við borðuðum ekki mikið af honum um kvöldið. Við ákváðum því að búa til ravíólí með ostafyllingu úr truffluostinum.

ravioli

Ravíólí með ostafyllingu og brenndu smjöri
  • Pasta fyrir 2 (sjá uppskrift hér)
  • Ricottaostur (u.þ.b. 1 bolli)
  • Truffluostur, rifinn (einnig hægt að nota parmesan)
  • Smá múskat
  • 1 egg
  • Pipar
  • Smjör eftir smekk

truffluostur

Ricottaostur, truffluostur, múskat og egg í skál og hrærið vel saman. Pipar eftir smekk og þá er fyllingin tilbúin! Fletjið út pastadeig og búið til fyllta pastakodda (hér má sjá frekari leiðbeiningar um ravíólígerð). Sjóðið í söltu vatni.

Hitið smjör á pönnu eða í potti og leyfið smjörinu að verða fallega brúnt (örlítið brennt). Við steiktum nokkur salvíulauf í smjörinu þar til salvíulaufin voru orðin vel stökk.

Raðið nokkrum pastakoddum á disk, hellið passlega mikið af brenndu smjöri yfir og skreytið með nokkrum salvíulaufum. Einnig er gott að rífa smá truffluost (eða parmesan) yfir.

raviolitilbuid

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s