Dásamlegt súrdeigsbrauð

Á okkar heimili er brauð ekki bara brauð og heimabakað brauð er alltaf best. Súrdeigsbrauð er í miklu uppáhaldi hjá okkur – aðallega vegna þess að súrdeigsbrauð er svo bragðmikið og gott!

braudheilt

braudskorid

Eftir töluverða rannsóknarvinnu og margar tilraunir í eldhúsinu erum við búin að finna aðferð og uppskrift sem hentar okkar vel. Uppskriftin er frá Claus Meyer (auðvitað) en í örlítið breyttri útfærslu.

Súrdeigsbrauðið er með ótrúlega stökkri skorpu en létt og mjúkt að innan – eins og fullkomið súrdeigsbrauð á að vera!

Súrdeigsbrauð (eitt lítið)
  • 1/2 dl súrdeig (sjá uppskrift hér)
  • 5 g ferskt pressuger
  • 2 – 2 1/2 dl kalt vatn
  • 1 tsk salt
  • 300 g hveiti

Þetta deig á að vera mjög þunnt og það er mikilvægt að hnoða það MJÖG lengi! Kenwood hrærivélin okkar sér alfarið um að hnoða deigið og það er sennilega eina leiðin með þetta deig – nema maður sé í massa formi og vilji klístraðar hendur.

Dagur 1

Vatn (byrjið á 2 dl), súrdeig og ger í skál og hrærið vel. Setjið hveiti og salt út í og hnoðið deigið í ca. 15 min, eða þar til deigið er glansandi, teygjanlegt og sleppir skálinni alveg. Bætið vatni við eftir þörfum. Deigið er fyrst eins og grautur en þegar það er búið að hnoða það nóg helst það vel saman og hægt er að gera „glútenprufu“ eins og sést hér. Hellið deiginu í smurðri skál með örlítið af olíu (annars festist deigið í skálinni) og leyfið að standi í kæli yfir nótt.

deig

deigkrokur

Dagur 2

Hitið ofnin upp í hæsta mögulega hita án blásturs (um 250°C). Látið bökunarplötu eða lítið eldfastmót neðst í ofninn (það fer vatn í plötuna/mótið þegar brauðið er komið inn í ofn til þess að mynda gufu). Stráið hveiti yfir deigið í skálinni og hellið deiginu varlega úr skálinni á bökunarplötu með bökunarpappír. Snertið brauðið eins lítið og mögulegt og reynið ekki að móta það. Setjið brauðið inn í ofn og hellið síðan smá vatni í bökunarplötuna/mótið neðst í ofninum og lokið. Bakið í u.þ.b. 20 min, eða þar til brauðið er alveg að verða orðið fallega dökkt og skorpan stökk. Opnið þá ofnin aðeins og hleypið gufu út úr ofninum (annars verður skorpan mjúk). Bakið brauðið áfram með hurðina opna í nokkrar mínútur, eða þar til brauðið er tilbúið.

Það er gott að baka brauðið á bökunarsteini ef maður á þannig. Einnig er hægt að baka brauðið á bökunargrind fyrir pitsur, t.d. eins og fæst í IKEA. Skorpan á brauðinu verður þá bökuð jafnt.

surdeigsbraud2

braudnærmynd

Leyfið brauðinu að kólna áður en þið skerið það (það er erfitt en verið þolinmóð!). Brauðið er dásamlegt nýbakað með smjöri og jafnvel nokkrum grófum saltflögum. Mmmm!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s