Heimagert smjör

Um jólin var mikill afsláttur af rjóma og því keyptum við meira magn en við þurftum í jólamatinn. Til þess að þurfa ekki henda rjómanum settum við hann í frysti og þar hefur hann verið síðan. Nú þurfti að búa til pláss í frystinum fyrir nokkra skammta af heimagerðu lasagna og því ákáðum við að taka rjómann út úr frystinum og gera eitthvað við hann.

Það fyrsta sem okkur datt í hug var að búa til smjör. Rjóminn var því látinn þiðna í rólegheitum í ísskáp og síðan hellt í hrærivélaskál, saltað eftir smekk og þeytt á miðlungshraða fram yfir þeyttan rjóma þangað til að smjörkorn byrja að myndast og vökvi skiljast frá. Hægið þá á vélinni og hrærið örlítið lengur.

smjörkurl

Hyljið síðan stóra skál með ostaklút (bleyja) og hellið úr skálinni á ostaklútinn. Leyfið vökvanum að renna frá og snúið síðan upp á ostaklútinn til þess að kreista vökva úr smjörinu. Hnoðið smjörið í köldu vatnsbaði með höndunum í 2-3 mínútur til að ná restinni af mjólkinni úr

heimagertsmjör

Og þá er heimagerða smjörið tilbúið!

Ein hugrenning um “Heimagert smjör

  1. Bakvísun: Skonsur með vorlauk og cheddar | Matur og með því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s