Skonsur með vorlauk og cheddar

Pétur skellti sér í smjörgerð um helgina eins og má lesa um í færslunni um heimagert smjör. Það var því alveg kjörið að baka eitthvað gott með þessu dásamlegu smjöri sem við gerðum í morgun. Við bökuðum smjörkenndar skonsur með vorlauk og cheddar og borðuðum þær nýbakaðar.

skonsur

Skonsur með vorlauk og cheddar
  • 180 g hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • 90 g kalt smjör, skorið í litla bita
  • 1 msk vorlaukur, saxaður
  • 120 g sterkur cheddar, rifinn
  • 350 ml kaldur rjómi

Hitið ofninn í 220 °C án blásturs. Setjið bökunarplötu inn í ofninn og leyfið henni að hitna með ofninum.

Látið hveiti, lyftiduft, salt og cayenne pipar í matvinnsluvél og „púlsið“ nokkru sinnum til þess að blanda hráefninum vel saman. Setjið smjör (mikilvægt að hafa smjörið kalt), vorlauk og cheddar út í og púlsið 20 sinnum, eða þar til deigið er fullt af litlum smjörbitum. Deigið á að vera þurrt og frekar ójafnt. Hellið síðan köldum rjóma út í og púlsið nokkrum sinnum þar til deigið helst saman. Það er mjög mikilvægt að ofgera ekki deiginu því þá verður það of þungt og seigt!

Stráið hveiti á borðið og hnoðið deigið örlítið í höndunum – ekki mikið samt! Fletjið deigið í 2 cm að þykkt og skerið það í tvennt. Stráið hveiti yfir eftir þörfum. Leggið annan deigbútinn yfir hinn, þrýstið þeim aðeins saman og fletjið örlítið aftur. Þetta er gert til þess að búa til nokkur lög í skonsunum. Endurtakið nokkrum sinnum.

Skerið deigið í litla ferkantaða bita (við gerðum 16 litlar skonsur) og raðið á heita bökunarplötu með bökunarpappír. Best er að skera alla kanta því þá lyftist deigið jafnt í ofninum og skonsurnar verða þar með fallegri. Bakið í u.þ.b. 15 min, eða þar til skonsurnar eru fallega gylltar á litinn. Léttar, stökkar og smjörkenndar skonsur með góðu bragði af cheddar og vorlauk. Berið fram með smjöri, og ekki skemmir fyrir ef smjörið er heimagert. Nammi!

skonsaskorin

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s