Chapati- Indverskt flatbrauð

Þegar við eldum indverskan mat gerum við nánast alltaf indverskt flatbrauð með. Það er ofboðslega einfalt að búa til sitt eigið flatbrauð og svo er það margfalt betra en það sem fæst keypt tilbúið í matvöruverslunum.

indverskflatbraud1

Flatbrauðin eru best nýbökuð og heit með smjöri en það er alveg hægt að hita þau aftur með því að stinga þeim inn í heitan ofn í smá stund eða hita brauðin á pönnu.

Chapati – indverskt flatbrauð (f. 2-3)
  • 175 g hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 10 g ferskt pressuger
  • tæplega 1 dl vatn, volgt
  • 15 g brætt smjör

Vatn, salt og ger í skál og hrærið vel. Setjið hveiti út í og brætt smjör og hnoðið þar til deigið er vel mjúkt, slétt og teygjanlegt. Leyfið deiginu að standa í 30 min (gjarnan lengur) á hlýjum stað.

Stráið hveiti yfir deigið og skiptið því í jafna hluta (okkur finnst best að gera mörg lítil – þá um 10 stk). Fletjið deigið eins þunnt út og hægt er og bakið á heitri pönnu í nokkrar min. á hvorri hlið. Setjið smjör á brauðin á meðan þau eru enn heit og berið fram.

flatbraudhlid1

Njótið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s