Bananabrauð

Við áttum nokkra banana sem voru orðnir aðeins of þroskaðir. Við ákváðum að nota þá í bananabrauð sem við sáum í Bon Appétit en þetta er besta bananabrauð sem við höfum smakkað! Ótrúlega létt, mjúkt og dásamlegt með fínu bragði af bönunum. Uppskriftin er ofboðslega einföld og brauðið helst mjúkt og gott í nokkra daga.

bananabraud

Bananabrauð
  • 4 dl hveiti
  • 1 1/2 tsk matarsódi
  • 3/4 tsk salt
  • 3 stór egg
  • 3 dl sykur
  • 2 stórir bananar, vel þroskaðir og sætir
  • 1 1/2 dl olía

Setjið hveiti, matarsóda og salt í skál og hrærið saman. Látið egg, sykur, olíu og banana í aðra skál og hrærið vel. Látið hveitiblöndunni út í og hrærið.

Hellið deiginu í smurt brauðform og bakið við 180 °C þar til brauðið er bakað í miðjunni. Það tekur u.þ.b. 60 min.

Leyfið brauðinu að kólna aðeins í forminu áður en þið reynið að losa það úr forminu.

bananar

bananabraudskorid

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s