Blinis með steinbítshrognum, reyktum osti og karsa

Í Torvehallerne keyptum við falleg og fersk steinbítshrogn sem við borðuðum í hádeginu í dag ofan á blinis (litlum pönnukökum sem eru bakaðar með geri) með reyktum osti (d. rygeost) og karsa. Ljúffengur hádegismatur!

blinisoghrogn1

Blinis (u.þ.b. 30 litlar pönnukökur)
  • 230 g hveiti
  • 1 tsk salt
  • 20 g fersk pressuger
  • 2 dl mjólk
  • 2 egg (eggjarauður og eggjahvítur í sitt hvoru lagi)
  • 2 dl sýrður rjómi (18%)

Sigtið hveiti og salt í skál og látið gerið út í. Hitið mjólkina í potti þar til hún er orðin vel volg. Hrærið saman eggjarauðum og sýrðum rjóma og hellið síðan út í mjólkina. Hrærið vel og hellið síðan eggjablöndunni út í hveitið. Hrærið þar til deigið er slétt og fallegt. Leyfið deiginu að standa á hlýjum stað í 30 min.

Þeytið eggjahvítur og setjið út í deigið. Leyfið deiginu síðan að standa í 20 min. Steikið blinis á heitri pönnu í nokkrar min. á hvorri hlið og geymið.

Álegg
  • steinbítshrogn
  • reyktur ostur (d. rygeost)
  • sýrður rjómi
  • ferskur karsi

Hrærið saman reyktum osti og sýrðum rjóma eftir smekk. Látið smá af ostinum á hverja blini, síðan steinbítshrogn og karsa eftir smekk.

blinisoghrogn4

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s