Uxahalasúpa

Þegar veturinn ætlar engan enda að taka þá er bara eitt að gera – elda góðan vetrarmat. Í kuldanum um helgina elduðum við bragðmikla uxahalasúpu með byggi, rauðlauk og perlulauk.

supanærmynd

Það tekur langan tíma að elda uxahalana fyrir súpuna og alveg eins og með íslensku kjötsúpuna verður uxahalasúpan bara betri daginn eftir. Við byrjuðum því að elda súpuna deginum áður en hún var borðuð en súpan var alveg þess virði!

Uxahalar
 • 850 g uxahalar
 • 4 shallot laukar
 • 2 sellerístilkar
 • 2 gulrætur, meðalstærð
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 3 stilkar af steinselju
 • grein af timiani
 • 2 msk olíu
 • 250 ml þurrt rauðvín
 • salt og pipar eftir smekk

Setjið msk af olíu út í góðan pott og steikið halana við miðlungs hita þar til þeir eru vel brúnaðir á alla kanta, sirka 10 – 15 mínútur. Saxið grænmetið gróflega niður á meðan.

Þegar uxahalarnir eru orðnir vel brúnaðir færið þá yfir á disk og geymið. Setjið msk af olíu út í pottinn og steikið grænmetið í tæpar 10 mínútur. Bætið hvítlauknum út í, því næst hölunum og loks kryddjurtunum. Hellið síðan rauðvíninu og 500 ml af vatni út í pottinn og náið upp suðu. Setjið pottinn inn í 135°c heitan ofn og leyfið kjötinu að malla þar í u.þ.b. 3,5 klukkutíma en þá á kjötið að vera lungnamjúkt.
Leyfið kjötinu að kólna örlítið, takið það síðan upp úr pottinum og tætið kjötið af hölunum. Setjið kjötið í box. Látið soðið renna gegnum sigti (ætti að vera u.þ.b. 500 ml af soði) og hendið grænmetinu. Setjið soðið í box og geymið kjötið og soðið í sitthvoru lagi í kæli yfir nótt.

Súpan
 • 150 g perlulaukur, má vera frosinn
 • 2 rauðlaukar, fínsneiddir
 • 2 msk smjör
 • 1/2 dl búrbon (viskí)
 • 500 ml gott kjúklingasoð
 • 1 dl bankabygg.
 • salt og pipar eftir smekk

Bræðið smjörið við miðlungs hita í góðum potti og setjið rauðlaukinn útí og eldið á rólegum hita í 45 mínútur þar til hann er orðinn djúprauður (ef laukurinn byrjar að þorna of mikið bætið örlítið af vatni út í). Færið laukinn af hitanum og hellið viskí út í og skrapið upp allt af botninum. Setjið síðan perlulaukinn, kjúklingasoðið, soðið frá því í gær og byggið út í pottinn og sjóðið í 1 tíma eða þar til byggið er orðið mjúkt. Setjið að lokum kjötið af uxahölunum út í súpuna og hitið vel. Salt og pipar eftir smekk og þá er súpan tilbúin!

supa1

Við borðuðum síðan súpuna með heimagerðu maísbrauði (e. cornbread) og það var fullkomið með súpunni.

maisbraud

Verði ykkur að góðu!

Ein hugrenning um “Uxahalasúpa

 1. Bakvísun: Hveitilaus súkkulaðikaka og 1 árs afmæli | Matur og með því

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s