Hveitilaus súkkulaðikaka og 1 árs afmæli

Bloggið varð 1 árs í síðustu viku og Pétur varð 31. Húrra húrra!

Pétur var þó veikur alla vikuna og því vorum við frekar róleg á afmælisdeginum sjálfum. Um helgina, þegar heilsan var öll að koma til, elduðum við ljúffenga uxuahalasúpu (sjá uppskriftina hér) og hveitilausa súkkulaðiköku í eftirrétt. Kakan er algjört lostæti en er mjög rík af súkkulaði. Til þess að vega á móti súkkulaðinu gerðum við mascarponerjóma sem við bárum fram með kökunni.

kaka2

Hveitilaus súkkulaðikaka
  • 55 g smjör
  • 90 g sykur
  • 150 g dökkt súkkulaði (við notuðum 70%), saxað
  • 1 msk olía
  • 3 stór egg
  • 1 msk gott ósætt kakóduft (e. natural unsweetened cacoa)
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • smá salt

Hitið ofninn í 180 °C. Smyrjið 22 sm form og stráið sykri í formið, hristið forminu svo sykur dreifist jafnt og hellið síðan eins mikið af lausum sykri og hægt er frá. Geymið formið.

Setjið súkkulaði, olíu og 55 g af smjöri í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Takið skálinu af hitanum.

Brjótið 2 egg og látið eggjarauður og eggjahvítur í sitt hvoru skálina. Geymið skálina með eggjahvítunum en setjið kakóduft, vanilludropa, salt, 30 g af sykri og 1 egg í skálina með eggjarauðunum. Hrærið vel og hellið síðan blöndunni hægt út í brædda súkkulaðið og hrærið þar til blandan er slétt og falleg.

Stífþeytið eggjahvíturnar og hellið síðan 60 g af sykri (restin af sykri) út í og þeytið þar til stífir toppar myndast. Blandið marengsnum saman við súkkulaðiblönduna og hellið deiginu síðan í smurða formið. Stráið 1 msk af sykri yfir deigið og setjið inn í ofn.

Bakið þar til kakan er farin að losna frá köntunum í forminu og smá sprunga myndast á toppi kökunnar (þetta tók um 25 min hjá mér). Leyfið kökunni að kólna.

kakayfirlit

Mascarponerjómi
  • 2 dl rjómi
  • 1 dl mascarpone ostur

Setjið rjóma og mascarpone í skál og stífþeytið. Berið fram með súkkulaðikökunni.

sukkuladikaka

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s